Ívar Benediktsson
- Auglýsing -
- Auglýsing -
Efst á baugi
20 marka sigur hjá Þorsteini Leó og félögum
Þorsteinn Leó Gunnarsson og félagar í Porto fögnuðu í kvöld öðrum sigri sínum í portúgölsku 1. deildinni í handknattleik á keppnistímabilinu þegar þeir unnu stórsigur, með 20 marka mun, 42:22, á Vítoria SC í annarri umferð. Leikurinn fór fram...
Fréttir
Við ramman reip að draga hjá Elínu Jónu og samherjum
Við ramman reip var að draga hjá landsliðsmarkverðinum Elínu Jónu Þorsteinsdóttur og samherjum hennar í Aarhus Håndbold í kvöld þegar þær sóttu heim Danmerkurmeistara Esbjerg í annarri umferð dönsku úrvalsdeildarinnar. Esbjerg, sem nánast eingöngu er skipað landsliðskonum víðsvegar að, vann...
Efst á baugi
Þriðji sigurinn hjá Ísaki og Viktori
Áfram heldur sigurganga Ísaks Steinssonar markvarðar og samherja hans í Drammen í norsku úrvalsdeildinni í handknattleik. Í kvöld unnu þeir Follo á heimavelli í þriðju umferð deildarinnar, 28:22.Drammen er þar með efst í deildinni með sex stig en...
Fréttir
Annað Íslendingaliðið komast áfram en hitt féll úr leik
Kristianstad HK komst í kvöld áfram í átta liða úrslit sænsku bikarkeppninnar í handknattleik með öðrum sigri sínum á Eskilstuna Guif á heimavelli, 34:25. Samanlagt vann Kristianstad með 20 marka mun, 70:50, en leikið er heima og að heiman...
- Auglýsing-
Fréttir
Stiven og félagar fögnuðu sigri á Madeira
Stiven Tobar Valencia og félagar í fögnuðu sínum fyrsta sigri í portúgölsku 1. deildinni í handknattleik í dag þegar þeir lögðu Madeira SAD, 31:24, í annarri umferð deildarinnar. Dagurinn var tekinn snemma í heimsókn Benfica-liðsins til Madeira sem er...
Fréttir
Hárréttur tími fyrir mig og landsliðið að láta gott heita
„Öll ferðalög taka einhvern tímann enda. Þetta er búið að vera veltast í mér núna síðan í janúar í upphafi þessa árs,“ segir Þórir Hergeirsson landsliðsþjálfari Noregi handknattleik kvenna og nýbakaðra Ólympíumeistari í samtali við íþróttadeild Stöðvar 2 og...
Fréttir
Birkir Fannar skrifaði undir eins árs samning
Markvörðurinn Birkir Fannar Bragason hefur skrifað undir samning við handknattleiksdeild FH sem gildir út tímabilið. Birkir var í fimm ár í FH-treyjunni 2016-2021 og varð meðal annars deildarmeistari 2017 og bikarmeistari 2019. Birkir Fannar átti stóran þátt í sigri...
Efst á baugi
Molakaffi: hver tekur við af Þóri? – fjögur nefnd til sögunnar
Norski þjálfarinn Ole Gustav Gjekstad er einn þeirra sem talinn er hvað líklegastur til að taka við þjálfun norska landsliðsins af Þóri Hergeirssyni. Eftir að Þórir tilkynnti í fyrradag að hann ætlaði sér að láta af störfum um áramótin...
Fréttir
Einar Bragi og félagar fallnir úr leik í bikarnum
Einar Bragi Aðalsteinsson og samherjar hans í IFK Kristianstad féllu í kvöld úr leik í sænsku bikarkeppninni í handknattleik. IFK Kristianstad tapaði þá öðru sinni fyrir Önnereds í 16-liða úrslitum keppninni. Að þessu sinni mættust liðin í Kristianstad. Lítil...
Efst á baugi
Guðjón L. hættur hjá EHF – hélt að ég ætti ár eftir
Guðjón L. Sigurðsson hefur lokið störfum sem eftirlitsmaður á leikjum á vegum Handknattleikssambands Evrópu, EHF. Honum hefur verið gert að hætta vegna aldurs en Guðjón er 69 ára gamall. Guðjón mun hinsvegar halda ótrauður áfram í hlutverki eftirlitsmanns á...
Um höfund
Ívar Benediktsson kom í heiminn árið 1965. Hann hefur unnið við blaðamennsku frá 1994 en hóf að skrifa í blöð upp úr 1980. Íþróttafréttamaður á Morgunblaðinu og mbl.is frá 1995 uns honum var sagt upp störfum í lok nóvember 2019. Hann kom handbolti.is á koppinn árið 2020.
Félagi í Blaðamannafélagi Íslands númer 162 og í Samtökum íþróttafréttamanna frá 1995.
[email protected]
16813 POSTS
0 COMMENTS
- Auglýsing -