Ívar Benediktsson

- Auglýsing -
- Auglýsing -

Dagur tók upp þráðinn þar sem frá var horfið í vor

Dagur Gautason tók upp þráðinn á handknattleiksvellinum þar sem frá var horfið í vor þegar lið hans ØIF Arendal vann Haslum örugglega á útivelli í fyrstu umferð norsku úrvalsdeildarinnar, 33:26.Dagur, sem var með aðsópsmestu leikmönnum norsku úrvalsdeildarinnar á síðasta...

Benedikt Gunnar lét strax að sér kveða í Noregi

Benedikt Gunnar Óskarsson skoraði fjögur mörk í fyrsta leik sínum með norska meistaraliðinu í Kolstad í dag þegar keppni hófst í norsku úrvalsdeildinni í handknattleik karla. Kolstad vann Runar í heimsókn sinni suður í Sandefjord, 37:34. Sex mörkum munaði...

Myndir: Verðlaunahafar Ragnarsmóts kvenna

Ragnarsmóti kvenna í handknattleik lauk í Sethöllinni á Selfossi í gær. Að loknum síðasta leik voru meistarar krýndir. Eins og kom fram á handbolti.is í morgun þá stóð lið Selfoss uppi sem sigurvegari.Að vanda lét mótshaldari, handknattleiksdeild Selfoss, ekki...

Við erum frjálsir hér í Fjölni

https://www.youtube.com/watch?v=J_peB0LEQlk„Ég er fullur tilhlökkunar fyrir tímabilinu sem framundan er og því að takast á við verðugt verkefni á heimaslóðum,“ segir Gunnar Steinn Jónsson fyrrverandi landsliðs- og atvinnumaður í handknattleik um það verkefni sitt að taka við þjálfun karlaliðs Fjölnis,...
- Auglýsing-

Selfoss vann allar viðureignir sínar á Ragnarsmótinu

Lið Selfoss stóð uppi sem sigurvegari á Ragnarsmóti kvenna sem lauk í Sethöllinni á Selfossi í gær. Selfoss-liðið vann ÍBV í þriðju og síðustu umferðinni, 27:24, og hafði þar með betur í hverri einustu viðureign sinni á mótinu. FH,...

Molakaffi: Óðinn, Orri, Þorsteinn, Haukur, Ólafur, Janus, Viktor, Arnar og fleiri

Óðinn Þór Ríkharðsson skoraði sex mörk, þar af þrjú úr vítaköstum, þegar Kadetten Schaffhausen vann BSV Bern á heimavelli í gær í fyrstu umferð A-deildarinnar í Sviss. Orri Freyr Þorkelsson og félagar í Sporting leika til úrslita í dag við...

Níu mörk Ómars Inga nægðu ekki til sigurs í meistarakeppninni

Þótt Ómar Ingi Magnússon væri atkvæðamikill í liði SC Magdeburg í dag þá urðu Þýskalandsmeistarar SC Magdeburg að bíta í það súra epli að tapa fyrir Füchse Berlin í Meistarakeppni þýska handknattleiksins í dag, 32:30. Ómar Ingi skoraði níu...

Þrjú af fjórum liðum Íslendinga standa vel að vígi

Fyrir utan Val léku fjögur félagslið sem tengjast íslenskum handknattleiksmönnum í forkeppni Evrópudeildar karla í handknattleik í dag. Þrjú þeirra, Bjerringbro/Silkeborg, Gummersbach og Melsungen unnu sína leiki og standa vel að vígi fyrir síðari viðureignirnar um næstu helgi, ekki...
- Auglýsing-

Þetta dugir okkur, ég er alveg viss um það

„Seinni hálfleikur var frábær af okkar hálfu og uppbót fyrir fyrsta korterið í leiknum þegar við virtumst ekki vera mættir til leiks,“ sagði Ísak Gústafsson leikmaður Vals í samtali við handbolta.is í kvöld eftir að Valur vann RK Bjelin...

Framúrskarandi síðari hálfleikur færði Val níu marka sigur

Valsmenn unnu RK Bjelin Spacva Vinkovc frá Króatíu með níu marka mun á heimavelli í fyrri viðureign liðanna í forkeppni Evrópudeildar karla í handknattleik, 34:25, í kvöld, eftir að hafa verið þremur mörkum undir í hálfleik, 16:13. Síðari viðureign...

Um höfund

Ívar Benediktsson kom í heiminn árið 1965. Hann hefur unnið við blaðamennsku frá 1994 en hóf að skrifa í blöð upp úr 1980. Íþróttafréttamaður á Morgunblaðinu og mbl.is frá 1995 uns honum var sagt upp störfum í lok nóvember 2019. Hann kom handbolti.is á koppinn árið 2020. Félagi í Blaðamannafélagi Íslands númer 162 og í Samtökum íþróttafréttamanna frá 1995. [email protected]
16833 POSTS
0 COMMENTS
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -