Ívar Benediktsson

- Auglýsing -
- Auglýsing -

Streymi: N-Makedónía – Ísland, kl. 16

Landslið Íslands og Norður Makdóníu mætast í annarri umferð H-riðils heimsmeistaramóts kvenna í handknattleik, skipað leikmönnum 20 ára og yngri, í Boris Trajkovski Sports Center í Skopje kl. 16.Hér fyrir neðan er beint útsending frá leiknum.https://www.youtube.com/watch?v=GtizjkDJTAo&list=PLWCecFpv5TPv99O_iNWxjaTFRXzuX9m9w&index=39

Guðmundur Þórður og Fredericia HK fá sæti í Meistaradeild Evrópu

Guðmundur Þórður Guðmundsson og liðsmenn hans í danska handknattleiksliðinu Fredericia HK taka þátt í Meistaradeild Evrópu (Machineseeker EHF Champions League) í handknatteik karla á næstu leiktíð. Liðið fær sérstakan keppnisrétt, svokallað „wild card“, samkvæmt ákvörðun stjórnar Handknattleikssambands Evrópu, EHF,...

Molakaffi: Ráðherra, Reichmann, Poulsen, Wolff, Portner, Zehnder

Borko Ristovski fyrrverandi landsliðsmarkvörður Norður Makedóníu hefur verið skipaður ráðherra íþróttamála í heimalandi sínu. Ristovski tekur við á næstu dögum og hefur þegar sagt af sér öllum störfum hjá handknattleiksliðinu Vardar. Ristovski lagði skóna á hilluna fyrir tveimur árum en...

Lokahóf: Sigurjón og Aníta best – Pálmi fékk viðurkenningu fyrir 200 leiki

Á lokahófi handknattleiksdeildar HK fagnaði handknattleiksfólk árangri vetrarins og að meistaraflokkur karla eigi framundan sitt annað tímabil í röð í Olísdeild karla. Veittar voru viðurkenningar til leikmanna fyrir góðan árangur og framlag til HK.Sigurjón Guðmundsson var kjörinn besti leikmaður...
- Auglýsing-

„Okkar tilfinning að við eigum töluvert inni“

„Við höfum oft leikið mikið betur en við gerðum að þessu sinni. Það er eitthvað sem við þjálfararnir förum yfir. Að minnsta kosti er það tilfinning okkar þjálfaranna að við eigum töluvert inni,“ sagði Ágúst Þór Jóhansson annar þjálfara...

Fækkun féll á jöfnum atkvæðum

Tillaga frá handknattleiksdeild KA um að lið Olísdeildar hafi 14 leikmenn á skýrslu í hverjum kappleik Íslandsmótsins í stað 16 var felld með jöfnum atkvæðum á 67. ársþingi HSÍ í gær.Rök KA fyrir að fækkað væri á leikskýrslu voru...

Miðasala er hafin á HM karla

Hafin er miðasala á leiki íslenska landsliðsins í riðlakeppninni heimsmeistaramótsins í handknattleik karla sem fram fer í Zagreb í janúar á næsta ári. Miðasalan er alfarið í höndum mótshaldurum.Miðasala á HM karla.Íslandi hefur verið úthlutað svæðum í keppnishöllinni, Arena...

Fregnir gærdagsins staðfestar

Handknattleiksdeild Fram staðfesti í morgun fregnir gærdagsins þess efnis að Rakel Dögg Bragadóttir og Arnar Pétursson þjálfi kvennalið félagsins á næsta keppnistímabili. Rakel Dögg hefur verið í þjálfarateymi kvennaliðsins undanfarin ár en Arnar kemur nýr til starfa hjá félaginu....
- Auglýsing-

Rökkvi framlengir til tveggja ára

Rökkvi Pacheco Steinunnarson hefur framlengt samningi sínum við handknattleiksdeild ÍR til ársins 2026. Rökkvi, sem er uppalinn hjá félaginu, leikur í stöðu markmanns og var með flest varin skot í Grill66-deild karla á síðastliðnu tímabili. Hann tekur nú stökkið...

Veszprém semur við Pascual til fjögurra ára

Í gær var loksins staðfest að Spánverjinn Xavier Pascual hafi verið ráðinn þjálfari ungverska meistaraliðsins Veszprém sem Bjarki Már Elísson leikur með. Ráðningin hafði legið í loftinu í meira en hálfan mánuð eftir að Pascual náði samkomulagi um starfslok...

Um höfund

Ívar Benediktsson kom í heiminn árið 1965. Hann hefur unnið við blaðamennsku frá 1994 en hóf að skrifa í blöð upp úr 1980. Íþróttafréttamaður á Morgunblaðinu og mbl.is frá 1995 uns honum var sagt upp störfum í lok nóvember 2019. Hann kom handbolti.is á koppinn árið 2020. Félagi í Blaðamannafélagi Íslands númer 162 og í Samtökum íþróttafréttamanna frá 1995. [email protected]
17038 POSTS
0 COMMENTS
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -