- Auglýsing -
- Auglýsing -

Ívar Benediktsson

- Auglýsing -
- Auglýsing -

ÓL: Karabatic heldur áfram að bæta metin

Þegar handknattleikskeppni karla hefst á Ólympíuleikunum í París á morgun skráir franski handknattleiksmaðurinn Nikola Karabatic nafn sitt í enn eitt skiptið á spjöld handknattleikssögunnar. Hann verður fyrsti handknattleikskarlinn til þess að taka þátt í sex Ólympíuleikum. Um leið verður...

Molakaffi: Japani til Harðar, Bitter, fánaberar á ÓL, Cavar

Áfram heldur Hörður á Ísafirði að bæta í sveit sína fyrir komandi leiktíð. Í gær var tilkynnt að Kei Anegayama, japanskur miðjumaður, hafi skrifað undir samning við félagið. Anegayama verður þar með þriðji Japaninn hjá liði félagsins á næstu...

Villtur á leið á Ólympíuleika – „No sign, no information, no nothing“

Þegar ég las frétt í vikunni um að rútubílstjóri danska kvennalandsliðsins í París hafi ekki ratað með liðið á æfingu í borginni rifjuðust upp fyrir mér tvö atvik þegar ég var svo heppinn að vera gerður út af þáverandi...

Engin draumabyrjun á ÓL hjá Þóri og norska landsliðinu

Norska landsliðið í handknattleik kvenna fékk ekki draumabyrjun í handknattleikskeppni Ólympíuleikanna í handknattleik í kvöld. Liðið tapaði fyrir sænska landsliðinu í síðasta leik 1. umferðar, 32:28. Svíar voru sterkari lengst af leiksins og verðskulduðu sigurinn. Norska liðið gerði talsvert...
- Auglýsing-

Strákarnir fóru vel af stað í Búdapest

Íslenska landsliðið í handknattleik karla, skipað leikmönnum 18 ára og yngri, vann sannfærandi sigur á ungverska landsliðinu, 31:25, í fyrstu umferð af þremur á æfingamóti í Búdapest í Ungverjalandi í dag. Íslensku piltarnir voru sjö mörkum yfir að loknum...

Leikur nýbakaður Gróttumaður fyrir landslið Grænhöfðaeyja?

Svo kann að fara að hinn nýbakaði leikmaður Gróttu, Hafsteinn Óli Berg Ramos Rocha leiki með landsliði Grænhöfðaeyja á heimsmeistarmótinu sem fram fer í janúar á næsta ári. Fjölmiðillinn Criolosports á Grænhöfðaeyjum sagði frá á mánudaginn að Hafsteinn Óli,...

Streymi: Ungverjaland – Ísland, æfingamót 18 ára landsliða

Landslið Ungverjalands og Íslands skipað piltum 18 ára og yngri mætast í 1. umferð æfingamóts í Ungverjalandi klukkan 16. Mótið heldur áfram á morgun og á laugardag. Leikirnir eru liður í undirbúningi fyrir Evrópumót 18 ára landsliða sem hefst...

Átján ára landslið karla í Ungverjalandi – fyrsti leikur af þremur í dag

Landslið Íslands í handknattleik karla, skipað leikmönnum 18 ára og yngri, er komið til Búdapest í Ungverjalandi þar sem það tekur þátt í fjögurra þjóða móti í dag, á morgun og á laugardaginn. Leikirnir eru liður í undirbúningi landsliðsins...
- Auglýsing-

ÓL24: Sú besta verður ekki með í upphafsleiknum

Ein besta handknattleikskona heims um þessar mundir, ef ekki sú besta, Henny Reistad, leikur ekki með Evrópumeisturum Noregs í upphafsleiknum á Ólympíuleikunum í París í kvöld. Noregur mætir þá Svíþjóð. Reistad var valin handknattleikskona ársins 2023 af Alþjóða handknattleikssambandinu. Reistad...

ÓL24: Danir hófu keppni með stórsigri

Danska landsliðið í handknattleik kvenna vann fyrstu viðureign handknattleikskeppni Ólympíuleikanna í París í morgun. Danir lögðu Slóvena með átta marka mun, 27:19, eftir að hafa verið þremur mörkum yfir að loknum fyrri hálfleik, 14:11. Liðin leika í A-riðli ásamt...

Um höfund

Ívar Benediktsson kom í heiminn árið 1965. Hann hefur unnið við blaðamennsku frá 1994 en hóf að skrifa í blöð upp úr 1980. Íþróttafréttamaður á Morgunblaðinu og mbl.is frá 1995 uns honum var sagt upp störfum í lok nóvember 2019. Hann kom handbolti.is á koppinn árið 2020. Félagi í Blaðamannafélagi Íslands númer 162 og í Samtökum íþróttafréttamanna frá 1995. [email protected]
18378 POSTS
0 COMMENTS
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -