- Auglýsing -
- Auglýsing -

Ívar Benediktsson

- Auglýsing -
- Auglýsing -

Reistad sú besta annað HM í röð – einnig markahæst

Norska handknattleikskonan Henny Reistad var valin mikilvægasti leikamaður heimsmeistaramótsins 2025 sem lauk í Rotterdam í kvöld með sigri norska landsliðsins. Þetta er annað heimsmeistaramótið í röð sem Reistad er valin mikilvægasti leikmaðurinn. Einnig var hún í úrvalsliði HM 2021...

Noregur heimsmeistari í fimmta sinn – Lunde kvaddi með stórleik

Noregur varð heimsmeistari í handknattleik kvenna í fimmta sinn í kvöld. Norska landsliðið vann það þýska, 23:20, í úrslitaleik í Rotterdam. Um leið er þetta í 13. sinn sem Noregur vinnur til verðlauna á heimsmeistaramóti í kvennaflokki. Fjögur ár...

HM kvenna ”25 – dagskrá, úrslit – síðustu dagarnir

Úrslit og leikjadagskrá síðustu leikjana á heimsmeistaramóti kvenna í handknattleik 2025. Einnig röð þjóðanna 32. Úrslitaleikir 14. desember - Rotterdam:Bronsleikur: Frakkland - Holland 33:31 (26:26) (15:14).Úrslitaleikur: Noregur - Þýskaland 23:20 (11:11). Undanúrslit 12. desember - Rotterdam:Þýskaland - Frakkland 29:23 (15:12).Noregur...

ÍBV fór norður og vann síðasta leikinn fyrir áramót

ÍBV vann Þór með fimm marka mun, 32:27, í síðasta leik liðanna á þessu ári í Olísdeild karla í handknattleik. Leikið var í Íþróttahöllinni á Akureyri. Um var að ræða upphafsleik 15. umferðar deildarinnar. Umferðinni verður framhaldið annað kvöld...
- Auglýsing-

Fyrstu bronsverðlaun Frakka á HM

Franska landsliðið tryggði sér bronsverðlaunin á heimsmeistaramóti kvenna í handknattleik með sigri á Hollendingum, 33:31, í framlengdri viðureign í Rotterdam í dag. Dione Housheer jafnaði metin fyrir Hollendinga undir lok venjulegs leiktíma sem varð til þess að framlengja varð...

Eyjakonur áttu ekki í vandræðum á Selfossi

ÍBV var ekki í vandræðum með að vinna Selfoss í lokaleik 10. umferðar Olísdeildar kvenna í handknattleik í Sethöllinni á Selfossi í dag. Lokatölur, 40:29 fyrir ÍBV sem var sjö mörkum yfir að loknum fyrri hálfleik, 20:13. ÍBV er þar...

Áfram er eins stigs munur á Kolstad og Elverum

Ekkert lát er á sigurgöngu Kolstad og Elverum í kapphlaupi liðanna um efsta sæti norsku úrvalsdeildarinnar í karlaflokki. Kolstad lagði Bergen, 30:21, í 14. umferð deildarinnar í gær og Elverum lagði Arendal, 37:27, á heimavelli. Ísak Steinsson og liðsfélagar...

Dagskráin: Þrír leikir – þrjár deildir

Leikið verður í Olísdeildum kvenna og karla í dag auk þess sem síðasti leikur 10. umferðar Grill 66-deildar kvenna verður háður. Olísdeild kvenna, 10. umferð:Sethöllin: Selfoss - ÍBV, kl. 13.30. Staðan og næstu leikir í Olísdeildum. Olísdeild karla, 15. umferð:Höllin Ak.: Þór...
- Auglýsing-

Ekkert stöðvar Orra Frey og félaga- Stiven í sigurliði Benfica

Ekkert virðist stöðva Orra Frey Þorkelsson og samherja hans í portúgalska meistaraliðinu Sporting frá Lissabon í deildarkeppninni heima fyrir. Í gærkvöld vann Sporting stórsigur á CF Os Belenenses, 43:23, á heimavelli eftir að hafa verið fjórum mörkum yfir í...

Þýskaland hefur átta sinnum unnið verðlaun á HM

Þýskaland leikur í dag í fjórða sinn um verðlaun og í annað skiptið til úrslita á heimsmeistaramóti kvenna í handknattleik eftir að ríkin voru sameinuð árið 1990. Frá 1945, formlega frá 1949 til 1990, voru þýsku ríkin tvö. Átta verðlaun...

Um höfund

Ívar Benediktsson kom í heiminn árið 1965. Hann hefur unnið við blaðamennsku frá 1994 en hóf að skrifa í blöð upp úr 1980. Íþróttafréttamaður á Morgunblaðinu og mbl.is frá 1995 uns honum var sagt upp störfum í lok nóvember 2019. Hann kom handbolti.is á koppinn árið 2020. Félagi í Blaðamannafélagi Íslands númer 162 og í Samtökum íþróttafréttamanna frá 1995. ivar@handbolti.is
18128 POSTS
0 COMMENTS
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -