- Auglýsing -
- Auglýsing -

Ívar Benediktsson

- Auglýsing -
- Auglýsing -

Áfram heltast menn úr EM-lestinni – Tollbring er úr leik

Sænska landsliðið í handknattleik varð fyrir skakkafalli í morgun þegar vinstri hornamaðurinn þrautreyndi, Jerry Tollbring, var að draga sig út úr hópnum vegna meiðsla í kálfa. Tollbring meiddist í viðureign Svía og Brasilíumanna í Jönköping í gær. Pellas er ennþá...

„Hef aðeins verið í brasi með annan kálfann“

„Ég hef aðeins verið í brasi með annan kálfann en vonandi heyrir það sögunni til. Síðustu daga höfum við stýrt álaginu til þess að auka líkurnar á að verða klár þegar á hólminn verður komið,“ sagði Bjarki Már Elísson...

Heitið ríflegri peningaupphæð fyrir árangur á EM

Á sama tíma og leikmenn íslenska landsliðsins í handknattleik leika fyrir heiðurinn á Evrópumótinu í handknattleik er leikmönnum nokkurra landsliða mótsins heitið góðum greiðslum fyrir að ná árangri á mótinu. Meðal annars fá leikmenn landsliðs Norður-Makedóníu jafnvirði 4,8 milljóna...

Áfram herja meiðsli á leikmenn Dags – Ljevar afskrifaður

Meiðsli halda áfram að herja á herbúðir króatíska landsliðsins í handknattleik og raska undirbúningi Dags Sigurðssonar landsliðsþjálfara. Í dag meiddist rétthenta skyttan Leon Ljevar á hné á æfingu. Hefur þátttaka hans á Evrópumótinu verið útilokuð. Eftir því sem fram...
- Auglýsing-

Svíar unnu fyrsta landsleik ársins

Felix Claar fór fyrir sænska landsliðinu í kvöld þegar það vann brasilíska landsliðið, 34:27, í fyrri vináttuleik þjóðanna í handknattleik karla í Husqvarna Garden í Jönköping. Claar skoraði sjö mörk og sá um leið til þess að sænska landsliðið...

Prokop varð að taka pokann sinn

Christian Prokop hefur verið leystur frá störfum hjá þýska handknattleiksliðinu Hannover-Burgdorf samkvæmt samkomulagi milli hans og félagsins. Til stóð að Prokop hætti í lok leiktíðar í vor og var ákveðið að Spánverjinn Juan Carlos Pastor tæki við í sumar....

Norska landsliðið varð fyrir áfalli

Norska landsliðið í handknattleik varð fyrir miklu áfalli í dag þegar örvhenta skyttan Harald Reinkind meiddist. Hann hefur yfirgefið æfingabúðir norska landsliðsins. Á huldu er með þátttöku hans í Evrópumótinu sem hefst um miðjan mánuðinn, m.a. í Noregi. Eftir...

Segir Dani vera í sérflokki

Alfreð Gíslason, landsliðsþjálfari Dana í handknattleik, segir Dani vera sigurstranglegasta á Evrópumótinu sem hefst um miðjan mánuðinn í Danmörku, Noregi og Svíþjóð. Danir hafa unnið heimsmeistaratitilinn fjórum sinnum í röð en þrátt fyrir mikla velgengni ekki tekist að vinna...
- Auglýsing-

Þjálfarinn sigursæli heldur áfram

Hinn sigursæli franski þjálfari Emmanuel Mayonnade hefur framlengt samning sinn við franska meistaraliðið Metz til ársins 2027. Mayonnade, sem er 42 ára gamall, hefur verið einstaklega sigursæll á rúmum áratug í þjálfarastól Metz. Hann var einnig landsliðsþjálfari Hollands frá...

Ótrúlegt hvað þeir ala stöðugt af sér frábæra leikmenn

Heiner Brand, fyrrverandi leikmaður og þjálfari þýska karlalandsliðsins, bindur miklar vonir við þýska liðið á komandi Evrópumóti. Hann gerir sér þó fulla grein fyrir að danska landsliðið sé það sem allir vilja vinna. Danir hafa unnið heimsmeistaratitilinn fjórum sinnum...

Um höfund

Ívar Benediktsson kom í heiminn árið 1965. Hann hefur unnið við blaðamennsku frá 1994 en hóf að skrifa í blöð upp úr 1980. Íþróttafréttamaður á Morgunblaðinu og mbl.is frá 1995 uns honum var sagt upp störfum í lok nóvember 2019. Hann kom handbolti.is á koppinn árið 2020. Félagi í Blaðamannafélagi Íslands númer 162 og í Samtökum íþróttafréttamanna frá 1995. ivar@handbolti.is
18329 POSTS
0 COMMENTS
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -