Ívar Benediktsson
- Auglýsing -
- Auglýsing -
Fréttir
Sóttu tvö góð stig til Mannheim
Gummersbach sótti tvö góð stig til Mannheim í kvöld þegar liðið lagði Rhein-Neckar Löwen, 34:32, í þýsku 1. deildinni í handknattleik. Mjög öflugur leikkafli í síðari hálfleik lagði grunn að sigri liðsins en það náði um skeið sex marka...
Fréttir
Sjö marka tap í fyrsta úrslitaleiknum í Ludwigsburg
Blomberg-Lippe tapaði fyrsta úrslitaleiknum gegn HB Ludwigsburg um þýska meistaratitilinn í handknattleik kvenna í kvöld, 36:29. Leikið var á heimavelli HB Ludwigsburg en liðið hefur verið það öflugasta í þýskum kvenna handknattleik um árabil. Næst mætast liðin á...
Fréttir
Kolstad í meistaradeildina – Berge veiktist
Kolstad vann í kvöld úrslitakeppnina í norsku úrvalsdeildinni í handknattleik og tryggði sér um leið keppnisrétt í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð. Sú upphefð fylgir sigrinum í úrslitakeppninni. Kolstad vann Elverum öðru sinni í úrslitum, 31:28, á heimavelli eftir...
Fréttir
Örvhent norsk skytta bætist í hópinn á Selfossi
Norska handknattleikskonan Mia Kristin Syverud hefur samið við handknattleiksdeild Selfoss til næstu tveggja ára.Syverud er 26 ára hægri skytta sem kemur frá Aker Topphåndball þar sem hún lék í norsku B-deildinni. Árin þar á undan lék hún með Aker...
- Auglýsing-
Efst á baugi
Allt gott tekur einhverntímann enda
„Ég er ánægð með að geta tekið þess ákvörðun heil, södd og sátt. Ég lít þannig á þessi tímamót og er glöð í hjartanu með þess ákvörðun mína,“ segir handknattleikskonan og Framarinn Þórey Rósa Stefánsdóttir sem lék á dögunum...
Efst á baugi
Einar Andri og Halldór Jóhann hafa valið HM-farana
Einar Andri Einarsson og Halldór Jóhann Sigfússon þjálfarar 21 árs landsliðs karla í handknattleik hafa valið 16 leikmenn til þátttöku á heimsmeistaramótinu sem fram fer í Póllandi 18. - 29. júní. Íslenska liðið verður í riðli með Norður Makedóníu,...
Fréttir
Forsetinn sækist eftir endurkjöri
Austurríkismaðurinn Michael Wiederer sækist eftir endurkjöri sem forseti Handknattleikssambands Evrópu, EHF, á þingi sambandsins 19. og 20. september. Wiederer hefur setið í stól forseta frá 2016 þegar hann tók við af Frakkanum Jean Brihault.Wiederer, sem 69 ára, var framkvæmdastjóri...
Efst á baugi
Molakaffi: Hannes, Tumi, Elmar, Axel
Hannes Jón Jónsson og leikmenn hans í Alpla Hard unnu Aon Fivers í sannkallaðri maraþon viðureign liðanna í undanúrslitum um austurríska meistaratitilinn í handknattleik karla í gær. Staðan var jöfn, 35:35, eftir 60 mínútna leik. Að loknum tveimur framlengingum...
- Auglýsing-
Efst á baugi
Ekki einfalt að gíra sig upp – skil ekki hvað er að gerast hjá HSÍ
„Eftir það sem við höfum farið í gegnum síðustu daga finnst mér sterkt af okkur hálfu að vinna jafn sterkt lið og Haukar hafa á að skipa. Við vorum með forystuna mest allan tímann en Haukar voru að narta...
Efst á baugi
Valur vann sannfærandi sigur í fyrsta leik
Valur vann fyrstu viðureignina við Hauka í úrslitum Olísdeildar kvenna í handknattleik í kvöld, 30:28, þegar leikið var í N1-höllinni á Hlíðarenda í kvöld. Valur var þremur mörkum yfir í hálfleik, 14:11. Næsti leikur liðanna verður á Ásvöllum á...
Um höfund
Ívar Benediktsson kom í heiminn árið 1965. Hann hefur unnið við blaðamennsku frá 1994 en hóf að skrifa í blöð upp úr 1980. Íþróttafréttamaður á Morgunblaðinu og mbl.is frá 1995 uns honum var sagt upp störfum í lok nóvember 2019. Hann kom handbolti.is á koppinn árið 2020.
Félagi í Blaðamannafélagi Íslands númer 162 og í Samtökum íþróttafréttamanna frá 1995.
[email protected]
16793 POSTS
0 COMMENTS
- Auglýsing -
- Auglýsing -