- Auglýsing -
- Auglýsing -

Ívar Benediktsson

- Auglýsing -
- Auglýsing -

Sjö marka sigur Svartfellinga í hinum leik riðils Ísland

Portúgalska landsliðið sem íslenska landsliðið leikur við á sunnudaginn í undankeppni Evrópumóts kvenna tapaði með sjö marka mun fyrir Svartfellingum í hinum leik fjórða riðils undankeppninnar í dag, 29:22. Leikið var í Podgorica í Svartfjallalandi. Landslið Svartfellinga er talið...

Sara Dögg sú besta í 5. umferð

Sara Dögg Hjaltadóttir, úr ÍR, var valin leikmaður 5. umferðar Olísdeildar kvenna í samantekt Handboltahallarinnar, vikulegs þáttar um handbolta í opinni dagskrá í sjónvarpi Símans. Sara Dögg var jafnframt í þriðja sinn í liði umferðarinnar ásamt samherja sínum úr...

Oddur skaraði fram úr í sjöttu umferð – tveir í þriðja sinn í úrvalsliðinu

Oddur Gretarsson, hornamaður Þórs var valinn leikmaður 6. umferðar Olísdeildar karla þegar úrvalslið umferðarinnar var valið í uppgjörsþætti umferðarinnar, Handboltahöllinni. Oddur átti afar góðan leik er Þór og FH gerðu jafntefli, 34:34, í Kaplakrika. Oddur skoraði níu mörk í...

Helmingur hópsins var með í Þórshöfn fyrir tveimur árum

Miklar breytingar hafa orðið á kvennalandsliðinu á undanförnum mánuðum og fáum árum. Aðeins um helmingur þess hóps sem tók þátt í leikjunum við Færeyinga fyrir réttum tveimur árum og aftur í apríl fyrir hálfu öðru ári er í landsliðinu...
- Auglýsing-

Prófsteinn á stöðu okkar um þessar mundir

„Nú er loksins komið að alvöru leikjum og þeir eru prófsteinn á það hvar liðið stendur um þessar mundir eftir miklar breytingar á leikmannahópnum,“ segir Andrea Jacobsen landsliðskona í handknattleik en hún verður í eldlínunni með landsliðinu í kvöld...

Myndskeið: Verður gaman að fylgjast með Daníel

Frammistaða unglingalandsliðsmannsins hjá Val, Daníels Montoro, hefur vakið athygli þeirra sem stýra umræðunnni í Handboltahöllinni, vikulegum þætti um handbolta í opinni dagskrá í sjónvarpi Símans. Í síðasta þætti var brugðið upp nokkrum svipmyndum frá leikjum Daníels með samherjum sínum. „Þetta...

Anton Gylfi og Jónas eru mættir til Kielce í Póllandi

Nóg er að gera hjá íslenskum handknattleiksdómurum utanlands þessa dagana. Í kvöld verða Anton Gylfi Pálsson og Jónas Elísson dómarar í viðureign pólska liðsins Industria Kielce og HBC Nantes í fimmtu umferð riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu. Leikurinn fer fram í...

Molakaffi: Jagurinoski, Portner

Tomislav Jagurinoski fyrrverandi leikmaður Þórs á Akureyri hefur verið leystur undan samningi hjá þýska 2. deildarliðinu Dessau-Roßlauer HV. Aðeins eru þrír mánuðir síðan Jagurinoski gekk til liðs við félagið. Hann fékk þungt högg á bakið í æfingaleik í ágúst...
- Auglýsing-

Við vorum seinir í gang – allt í lagi leikur hjá mér

„Mér fannst við vera seinir í gang,“ segir landsliðsmaðurinn Þorsteinn Leó Gunnarsson leikmaður Porto í samtali við handbolta.is eftir 12 marka sigur Porto á Fram, 38:26, í fyrstu umferð riðlakeppni Evrópudeildar karla í handknattleik í Lambhagahöllinni í kvöld. Þorsteinn Leó...

Á köflum lékum við mjög vel, bæði í vörn og sókn

„Ég var ánægður með frammistöðu okkar lengst af leiksins. Á köflum lékum við mjög vel, bæði í vörn og sókn,“ sagði Einar Jónsson þjálfari Fram í viðtali við handbolta.is í kvöld eftir 12 marka tap Fram fyrir FC Porto,...

Um höfund

Ívar Benediktsson kom í heiminn árið 1965. Hann hefur unnið við blaðamennsku frá 1994 en hóf að skrifa í blöð upp úr 1980. Íþróttafréttamaður á Morgunblaðinu og mbl.is frá 1995 uns honum var sagt upp störfum í lok nóvember 2019. Hann kom handbolti.is á koppinn árið 2020. Félagi í Blaðamannafélagi Íslands númer 162 og í Samtökum íþróttafréttamanna frá 1995. ivar@handbolti.is
18180 POSTS
0 COMMENTS
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -