Ívar Benediktsson
- Auglýsing -
- Auglýsing -
Efst á baugi
Andstæðingur Stjörnunnar leikur til úrslita
Væntanlegur andstæðingur Stjörnunnar í forkeppni Evrópudeildar karla í handknattleik, rúmenska liðið Minaur Baia Mare, leikur til úrslita í meistarakeppninni í Rúmeníu á morgun gegn tvöföldum meisturum síðasta tímabils, Dinamo Búkarest. Minaur Baia Mare vann HC Buzău í æsispennandi leik...
Efst á baugi
Enn situr allt fast í leiðindamálinu í Viborg
Engin lausn virðist í sjónmáli í máli dönsku handknattleikskonunnar Christina Pedersen. Hún hefur verið í æfingabanni hjá danska úrvalsdeildarliðinu Viborg í mánuð. Samherjar hennar settu félaginu stólinn fyrir dyrnar þegar æfingar hófust á ný eftir sumarleyfi. Þær neituðu allar...
Efst á baugi
Ómar Ingi markahæstur í níunda sigurleiknum – Ýmir, Óðinn og Arnar
Evrópumeistarar SC Magdeburg unnu í gær síðasta æfingaleik sinn á undirbúningstímabilinu þegar liðið lagði Stuttgart á heimavelli, 29:25. Stuttgart, var þremur mörkum yfir í hálfleik, 15:12. Þetta var níundi sigur Magdeburg í jafn mörgum æfingaleikjum á síðustu vikum. Fyrsti...
Olísdeildir
Dagskráin: Meistarakeppni og Ragnarsmót
Fyrsti formlegi leikur keppnistímabilsins fer fram í kvöld þegar Fram og Stjarnan mætast í Meistarakeppni HSÍ í karlaflokki. Leikið verður á heimavelli tvöfaldra meistara síðasta árs, Fram, í Lambhagahöllinni í Úlfarsárdal. Flautað verður til leiks klukkan 19 og leikið...
- Auglýsing-
Efst á baugi
Molakaffi: Makuc, Mandic, Portner, Hernandez, Carlson, Sigrist
Þýska handknattleiksliðið THW Kiel staðfesti í gær að Slóveninn Domen Makuc gangi til liðs við félagið næsta sumar. Makuc hefur verið leikmaður Barcelona frá 2020. Samningur Makuc við THW Kiel er til fjögurra ára frá árinu 2026.Þýski dagblaðið Sport...
Efst á baugi
HK fór með stigin tvö úr spennandi leik
HK lagði Selfoss í jöfnum og skemmtilegum leik, 34:33, í síðari viðureign annarrar umferðar Ragnarsmótsins á Selfossi í kvöld. HK-ingar voru marki yfir í hálfleik, 16:15. Leikmenn Selfoss voru mun sprækari í viðureigninni í kvöld en á mánudagskvöldið þegar...
Efst á baugi
Haukar unnu FH-inga í Kaplakrika
Haukar höfðu betur í fyrsta Hafnarfjarðarslagnum á nýju keppnistímabili í kvöld þegar þeir mættu FH í fyrsta leik Hafnarfjarðarmótsins í handknattleik karla í Kaplakrika, 29:26. Eins oft áður þegar liðin leiða saman hesta sína var munurinn lítill. Haukar voru...
Efst á baugi
ÍBV lagði Víkinga á Ragnarsmótinu
ÍBV vann Víking, 26:23, í annarri umferð Ragnarsmótsins í handknattleik karla í Sethöllinni á Selfossi í kvöld. Eyjamenn voru fimm mörkum yfir í hálfleik, 15:10. ÍBV hefur þar með þrjú stig eftir tvo leiki en Víkingur tvö. ÍBV mætir...
- Auglýsing-
Efst á baugi
Stórleikur Birgis Steins dugði ekki – Arnar Birkir fagnaði sigri í Karlskrona
Stórleikur Birgis Steins Jónssonar nægði IK Sävehof ekki til sigurs á Tyresö í fyrsta leik liðanna í riðlakeppni sænsku bikarkeppninnar í handknattleik í kvöld. Tyresö, sem leikur í næst efstu deild, vann úrvalsdeildarliðið með tveggja marka mun, 39:37, á...
Efst á baugi
Íslendingar í sigurliðum í sænska bikarnum
Skara HF og IK Sävehof, sem hafa á að skipa íslenskum handknattleikskonum unnu leiki sína í annarri umferð riðlakeppni sænsku bikarkeppninnar í kvöld og standa afar vel að vígi þegar tvær umferðir af fjórum eru að baki.Aldís Ásta og...
Um höfund
Ívar Benediktsson kom í heiminn árið 1965. Hann hefur unnið við blaðamennsku frá 1994 en hóf að skrifa í blöð upp úr 1980. Íþróttafréttamaður á Morgunblaðinu og mbl.is frá 1995 uns honum var sagt upp störfum í lok nóvember 2019. Hann kom handbolti.is á koppinn árið 2020.
Félagi í Blaðamannafélagi Íslands númer 162 og í Samtökum íþróttafréttamanna frá 1995.
[email protected]
17744 POSTS
0 COMMENTS
- Auglýsing -
- Auglýsing -



