Ívar Benediktsson

- Auglýsing -
- Auglýsing -

Viggó var á bak við langþráðan sigur – Andri atkvæðamikill hjá Leipzig

Viggó Kristjánsson var maðurinn á bak við langþráðan sigur HC Erlangen í þýsku 1. deildinni í handknattleik í kvöld. Sigurinn færði Erlangen liðið loksins upp úr fallsæti eftir margra mánaða veru. Viggó skoraði átta mörk og gaf fjórar stoðsendingar...

Gísli Þorgeir skaut Magdeburg til Kölnar

Gísli Þorgeir Kristjánsson var hetja SC Magdeburg í dag þegar hann tryggði liðinu sæti í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu í handknattleik. Gísli Þorgeir skaut Magdeburg í undanúrslit þegar hann skoraði sigurmark liðsins, 28:27, tveimur sekúndum fyrir leikslok í Veszprém í...

Dana Björg og samherjar sitja eftir með sárt ennið

Dana Björg Guðmundsdóttir og samherjar í Volda töpuðu oddaleiknum við Haslum um sæti í norsku úrvalsdeildinni í handknattleik í dag, 26:22, eftir að hafa verið marki undir í hálfleik, 12:11. Leikið var á heimavelli Haslum sem varði sæti sitt...

Hannes Jón og Tumi Steinn í undanúrslit

Alpla Hard er komið í undanúrslit efstu deildar austurríska handknattleiksins eftir annan sigur á grannliðinu Bregenz, 30:29, í viðureign liðanna í gær. Bregenz var marki yfir í hálfleik, 15:14. Litáinn Karolis Antanavicius, sem gengur til liðs við GWD Minden...
- Auglýsing-

Molakaffi: keppnisleyfi, sætum fjölgað, undanúrslit, félagaskipti

Þýska handknattleiksliðið HSV Hamburg hefur fengið keppnisleyfi fyrir næsta keppnistímabil. Félagið var það eina í efstu deild sem fékk ekki útgefið keppnisleyfi um miðjan apríl nema að ákveðnum skilyrðum uppfylltum. Fengu forráðamenn félagsins frest til 5. maí til þess...

Orri Freyr og félagar komast ekki til Kölnar

Nantes og Füchse Berlin tryggðu sér í kvöld sæti í undanúrslitum, úrslitahelgi, Meistaradeildar Evrópu í handknattleik karla sem fram fer í Lanxess Arena í Köln 14. og 15. júní. Nantes lagði Orra Frey Þorkelsson og liðsfélaga í Sporting Lissabon,...

Elvar öflugur í sigri á Sjálandi

Elvar Ásgeirsson skoraði fimm mörk í sex skotum þegar Ribe-Esbjerg vann Nordsjælland, 29:25, í þriðju umferð umspilskeppni fimm af sex neðstu liðum dönsku úrvalsdeildarinnar í handknattleik í dag. Leikið var á heimavelli Nordsjælland. Ribe-Esbjerg var sjö mörkum yfir í...

Jón Þórarinn ætlar að verja mark FH

Selfyssingurinn og markvörðurinn Jón Þórarinn Þorsteinsson hefur skrifað undir tveggja ára samning við handknattleiksdeild FH. Jón Þórarinn, sem fæddur er árið 2003, kemur frá uppeldisfélaginu sínu Selfossi.Jón Þórarinn hefur verið annar tveggja markvarða Selfoss undanfarin tvö ár en liðið...
- Auglýsing-

Einstaklega annasamar klukkustundir á föstudagskvöld

Einstaklega mikið verður um að vera í handknattleik hér á landi á fáeinum klukkustundum á föstudagskvöld. Fjórir leikir hefjast á rúmlega tveimur tímum í úrslitakeppni Olísdeilda karla og kvenna og í umspili sömu deildar í kvennaflokki. Ekki bara það...

Ólafur Rafn verður í Skógarseli næstu árin

Markvörðurinn þrautreyndi, Ólafur Rafn Gíslason, hefur framlengt samning sinn við Olísdeildarlið ÍR til næstu tveggja ára.Ólafur Rafn gekk til liðs ÍR árið fyrir fimm árum frá Stjörnunni. Í tilkynningu frá ÍR segir að Ólafur hafi verið algjör lykilmaður í...

Um höfund

Ívar Benediktsson kom í heiminn árið 1965. Hann hefur unnið við blaðamennsku frá 1994 en hóf að skrifa í blöð upp úr 1980. Íþróttafréttamaður á Morgunblaðinu og mbl.is frá 1995 uns honum var sagt upp störfum í lok nóvember 2019. Hann kom handbolti.is á koppinn árið 2020. Félagi í Blaðamannafélagi Íslands númer 162 og í Samtökum íþróttafréttamanna frá 1995. [email protected]
16828 POSTS
0 COMMENTS
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -