Norska úrvalsdeildarliðið Storhamar, sem Axel Stefánsson þjálfari við annan mann, er komið í undanúrslit í Evrópudeild kvenna í handknattleik. Storhamar vann þýska liðið Thüringer, 33:26, í síðari viðureigninni í átta liða úrslitum. Leikið var í Hamar í Noregi.
Storhamar vann einnig fyrri leikinn sem fram fór í Þýskalandi á síðasta sunnudag, 39:35, og stóð þar af leiðandi afar vel að vígi fyrir leikinn í dag. Storhamar gaf ekkert eftir og hafði forystu frá upphafi til enda.
Rúmenska liðið CS Gloria 2018 BN er einnig komið í undanúrslit. Gloriuliðar unnu Motherson Mosonmagyarovari KC frá Ungverjalandi, 27.25, á heimavelli og samanlagt með fjögurra marka mun.
Tveir síðustu leikir átta liða úrslita fara fram á morgun. Sola tekur á móti Nantes og Dunarea Braila, sem vann Val í 1. umferð forkeppni Evrópudildar í haust, mætir Podravka Vegeta frá Króatíu.
Nantes vann fyrri leikinn með fjögurra marka mun og Dunarea Braila hefur sex marka forskot eftir fyrri viðureignina.