Axel Stefánsson varð Evrópumeistari í handknattleik í dag þegar liðið sem hann þjálfar, Storhamar, vann CS Gloria 2018 BN frá Rúmeníu, 29:27, í úrslitaleik Evrópudeildar kvenna í handknattleik. Leikurinn fór fram í Raiffeisen Sportpark í Graz í Austurríki.
Axel, sem er annar tveggja þjálfara Storhamar, er þar með fyrsti íslenski þjálfarinn sem vinnur Evópukeppni félagsliða í kvennaflokki.
Þetta er einnig fyrsti sigur norsks félags í Evrópudeild kvenna í handknattleik og fyrsta tap rúmenska liðsins í keppninni á leiktíðinni.
Franska liðið Nantes hlaut bronsverðlaun með sigri á H.C. Dunărea Brăila, 39:38. Vítakeppni þurfti til þess að knýja fram úrslit.
Hér fyrir neðan er að finna stutta samantekt frá úrslitaleiknum:
Axel er með sitt lið úrslitum Evrópudeildarinnar