- Auglýsing -
Axel Stefánsson hafði betur í uppgjöri íslensku handknattleiksþjálfaranna í norsku úrvalsdeild kvenna í dag þegar lið hans, Storhamar, sótti Fredrikstad Bkl. heim. Elías Már Halldórsson þjálfar síðarnefnda liðið en svo skemmtilega vill til að Elías Már var aðstoðarmaður Axels um skeið þegar Axel þjálfaði íslenska kvennalandsliðið fyrir nokkrum árum.
Storhamar vann með fimm marka mun, 27:22, og er í efsta sæti deildarinnar með sex stig eftir þrjá leiki. Fredrikstad Bkl. er með tvö stig og hefur tapað báðum heimaleikjunum til þessa en liðið hefur mætt þeim liðum sem talin eru þau tvö bestu í deildinni, Evrópumeistarar Vipers og Storhamar.
- Auglýsing -