- Auglýsing -
- Auglýsing -

Axnér hefur valið Íslandsfarana

Tomas Axner þjálfari sænska kvennalandsliðsins teflir fram afar sterku liði gegn Íslendingum í undankeppni EM. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Tomas Axnér, landsliðsþjálfari Svía í handknattleik kvenna, valdi í morgun 17 leikmenn til að tefla fram gegn Íslendingum og Tyrkjum í síðustu tveimur leikjum sænska landsliðsins í undankeppni Evrópumótsins í handknattleik kvenna 20. og 23. apríl. Leikurinn 20. apríl verður á Ásvöllum.


Svíar eru í efsta sæti riðilsins með sex stig eftir fjóra leiki. Serbía og Ísland eru þar á eftir með fjögur stig og Tyrkir reka lestina með tvö stig.

Ætla að vinna báða leiki

Axnér segir það skýrt markmið sænska landsliðsins að vinna leikina tvo sem eftir eru og vinna riðilinn og vera í efsta styrkleikaflokki þegar dregið verður í riðla fyrir lokakeppnina sem fram fer í Slóveníu, Svartfjallaland og Norður Makedóníu í nóvember.

Eriksson í stað Ryde

Mesta athygli vekur að markvörðurinn Jessiva Ryde er ekki valin. Í hennar stað valdi Axnér ekkert síðri markvörð, Evelina Eriksson, sem vakið hefur mikla athygli með Evrópumeisturum Vipers Kristiansand. Axnér segir vilja létta álagið á Ryde sem staðið hefur í ströngu á tímabilinu og eigi fyrir dyrum marga leiki með Herning-Ikast í úrslitakeppni dönsku úrvalsdeildarinnar og Evrópudeildinni.

Lítið breyttur hópur

Einnig koma Sofie Börjesson og Sara Johansson inn í hópinn að þessu sinni en þær voru ekki með í leikjum Svía við Serba fyrr í þessum mánuði í undankeppninni. Að flestu öðru leyti er sænska landsliðið skipað sömu leikmönnum og vann íslenska landsliðið með 13 marka mun, 30:17, í Eskilstuna í október sl. í fyrri viðureign liðanna í undankeppninni.

Kristín kemur til Íslands

Kristín Þorleifsdóttir er í hópnum að þessu sinni en hún var meidd þegar lið þjóðanna mættust í Eskilstuna. Foreldrar Kristínar eru íslenskir en hún hefur búið í Svíþjóð nánast alla sína ævi.


Markverðir:
Johanna Bundsen, København Håndbold, 114/0.
Evelina Eriksson, Vipers Kristiansand, 5/0.
Sofie Börjesson, IK Sävehof, 0/0.
Vinstra horn:
Elin Hansson, Skuru IK, 37/86.
Línumenn:
Linn Blohm, Györi Audi ETO KC, 132/372.
Anna Lagerquist, án félags, 90/117 – (var í Rússlandi).
Clara Monti Danielsson, Chambray Touraine HB, 8/1.
Hægra horn:
Nathalie Hagman, Neptunes de Nantes, 185/636.
Ida Gullberg, H65 Höör, 4/4.
Vinstri skyttur:
Jamina Roberts, IK Sävehof, 197/469.
Melissa Petrén, København Håndbold, 50/93.
Kristin Thorleifsdóttir, Horsens HK, 26/35.
Miðjumenn:
Carin Strömberg, Neptunes de Nantes, 124/191.
Emma Lindqvist, Herning-Ikast Håndbold, 53/107.
Jenny Carlson, Brest Bretagne HB, 24/59.
Hægri skyttur:
Sara Johansson, Skara HF, 4/17.
Nina Dano, Horsens HK, 28/47.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -