- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

B-liðið steinlá í Minsk

Christian Berge, þjálfari norska karlalandsliðsins. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Hvít-Rússar unnu B-landslið Noregs með átta marka mun, 33:25, í undankeppni EM2022 í karla flokki í Minsk í Hvíta-Rússlandi í dag. Heimamenn voru með yfirhöndina í leiknum frá upphafi til enda. Sjö marka munur var á liðunum að loknum fyrri hálfleik, 17:10.


Vegna undirbúnings fyrir HM ákvað Christian Berge, landsliðsþjálfari Noregs, að senda B-landsliðið í leikina tvo í undankeppni EM nú í janúar. Þannig gefst A-landsliðinu sem best tækifæri til að búa sig undir heimsmeistaramótið en það mætir m.a. danska landsliðinu á fimmtudaginn í vináttulandsleik. Berge virðist vera vongóður að norska landsliðið kræki í annað af tveimur efstu sætum sjötta riðils sem nægir til að tryggja farseðilinn á EM 2022 sem haldið verður í Ungverjalandi og Slóvakíu að ári liðinu.


Auk Noregs og Hvíta-Rússlands eiga Lettar og Ítalir sæti í riðlinum. Til stendur að Hvít-Rússar og Norðmenn mætist aftur í Noregi á föstudag. Þá munu Norðmenn á ný tefla fram B-liði sínu.


Uladzislau Kulesch var markahæstur hjá Hvít-Rússum með sjö mörk. Vadim Gayduchenko og Artsiom Kulak skoruðu fjögur mörk hvor.
Sebastian Barthold skoraði sjö mörk fyrir norska landsliðið. Christoffer Rambo var næstur með sex mörk. Simen Schönningsen skoraði fjórum sinnum.
Þetta var fyrsti leikur Hvít-Rússa í undankeppninni en annar leikur Norðmanna sem unnu Ítali í fyrstu umferð snemma í nóvember.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -