- Auglýsing -
- Auglýsing -

Bætir við ári hjá Balingen-Weilstetten

Oddur Gretarsson kveður Balingen-Weilstetten í sumar eftir sjö ára veru. Mynd/Balingen Weilstetten
- Auglýsing -

Landsliðsmaðurinn Oddur Gretarsson hefur skrifað undir nýjan eins árs samning við þýska 1. deildarliðið Balingen-Weilstetten. Samningur Odds er til loka leiktíðar og gildir til loka júní. Fyrri samningur rennur út um mitt þetta ár.


Oddur, sem stendur á þrítugu, hefur verið í herbúðum Balingen frá sumrinu 2017 en áður hafði hann leikið með Emsdetten í þrjú ár. Flest ár sín hjá liðinu hefur Oddur verið markahæsti leikmaður liðsins. Hann hefur skorað 64 mörk í 17 leikjum Balingen í þýsku 1. deildinni á þessari leiktíð og er í 35. sæti á lista yfir markahæstu leikmenn.


Balingen er í 16. sæti af 20 liðum þýsku 1. deildarinnar um þessar mundir með 11 stig eftir 18 leiki.


Í tilkynningu sem Balingen-Weilstetten gaf vegna endurnýjunar Odds á samningi sínum lýsir Jens Bürkle, þjálfari liðsins, yfir ánægju sinni. Hann segir Odd hafa leikið stórt hlutverk í liðinu undanfarin ár og vart slegið feilnótu í leik sínum. Oddur sé einn þeirra sem skili nær undantekningarlaust sínu til liðsins í hverri viðureign.


Oddur endurheimti sæti í landsliðinu fyrir HM í Egyptalandi í janúar eftir nærri 10 ára fjarveru. Hann skoraði fimm mörk í sex leikjum á mótinu. Einnig var Oddur valinn í íslenska landsliðshópinn í gær sem mætir Ísraelsmönnum í undankeppni EM í Tel-Aviv 11. mars. Alls á Oddur 26 A-landsleiki að baki sem hann hefur skorað í 36 mörk.


- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -