- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Baldur Fritz er tíu mörkum fyrir ofan næsta mann þegar deildin er hálfnuð

ÍR-ingurinn Baldur Fritz Bjarason. Ljósmynd/Egill Bjarni Friðjónsson
- Auglýsing -


Þegar keppni í Olísdeild karla er hálfnuð, 11 umferðir eru að baki og 11 eftir, er ÍR-ingurinn ungi, Baldur Fritz Bjarnason markahæstur með 92 mörk í 11 leikjum, eða liðlega átta mörk að jafnaði í leik.

Línumaður Gróttu, Jón Ómar Gíslason, er næstur á eftir með 82 mörk. Auk þess að vera drjúgur við að skora af línunni er Jón Ómar einnig hin öruggasta vítaskytta eins og markverðir Olísdeildar hafa fengið að reyna. 


Reynir Þór Stefánsson úr Fram er í þriðja sæti yfir þá sem oftast hafa skoraði í leikjum Olísdeildarinnar það sem af er. Reynir Þór hefur skoraði 77 mörk, sjö mörk að jafnaði í leik. Það hefur á stundum nægt til þess að tróna á toppnum. 

Fyrsta viðureign í 12. umferð fer fram annað kvöld að Varmá þegar Afturelding og Haukar mætast klukkan  19. 

Hér fyrir neðan er skrá yfir þá leikmenn sem skoraði hafa 40 mörk eða fleiri í Olísdeild karla fram til þessa á leiktíðinni. 

Baldur Fritz Bjarnason, ÍR, 92 mörk.
Jón Ómar Gíslason, Gróttu, 82 mörk.
Reynir Þór Stefánsson, Fram, 77 mörk.
Birgir Steinn Jónsson, Aftureldingu 73 mörk.
Skarphéðinn Ívar Einarsson, Haukum, 71 mark.

Bernard Kristján Darkoh, ÍR, 66 mörk.
Björgvin Páll Rúnarsson, Fjölni, 61 mark.
Ívar Logi Styrmisson, Fram, 61 mark.
Blær Hinriksson,  Aftureldingu, 60 mörk
Tandri Már Konráðsson, Stjörnunni, 59 mörk.

Rúnar Kárason, Fram, 58 mörk.
Dagur Árni Heimisson, KA 58 mörk.
Bjarni Ófeigur Valdimarsson, KA, 55 mörk.
Bjarni Í Selvindi, Val, 55 mörk.
Úlfar Páll Monsi Þórðarson, Val, 54 mörk.

Birgir Már Birgisson, FH, 52 mörk.
Jóhannes Berg Andrason 52 mörk.
Leó Snær Pétursson, HK, 51 mark.
Sigurður Jefferson Guarino, HK, 51 mark.
Ihor Kopyshynskyi, Aftureldingu, 51 mark. 

Andri Þór Helgason, HK, 48 mörk.
Kári Kristján Kristjánsson, ÍBV, 47 mörk.
Daniel Esteves Vieira, ÍBV, 47 mörk.
Ísak Gústafsson, Val, 46 mörk.
Hans Jörgen Ólafsson, Stjörnunni, 45 mörk. 

Jakob Ingi Stefánsson, Gróttu, 44 mörk
Sigtryggur Daði Rúnarsson, ÍBV, 44 mörk.
Andri Erlingsson, ÍBV, 44 mörk.
Össur Haraldsson, Haukum, 43 mörk.
Ásbjörn Friðriksson, FH, 42 mörk.

Starri Friðriksson, Stjörnunni, 42 mörk.
Símon Michael Guðjónsson, FH, 42 mörk.
Haraldur Björn Hjörleifsson, Fjölni, 42 mörk. 

Upplýsingar er fengnar hjá HBStatz

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -