- Auglýsing -
- Auglýsing -

Bandaríkin með á HM

- Auglýsing -

Bandaríska landsliðið tekur þátt í heimsmeistaramótinu í handknattleik karla sem fram fer í Egyptalandi í janúar. Alþjóða handknattleikssambandið, IHF, tilkynnti þetta í morgun. Þar með var hoggið á hnút sem verið hefur óleystur vegna þess að undankeppni Norður og Mið-Ameríku hefur ekki farið fram vegna kórónuveirunnar. Tveir áratugir eru síðan bandaríkska landsliðið var síðast með á HM.


IHF segir að rökin á bak við ákvörðun sína sé sú að nokkuð hafi verið lagt í sölurnar til að byggja upp áhuga fyrir handknattleik í Bandaríkjunum á síðustu árum. Sýningaréttur hafi verið seldur til sjónvarpsstöðva auk þess sem þátttakan sé liður í að auka enn á áhuga Bandaríkjamanna fyrir handbolta í aðdraganda Ólympíuleikanna sem fram fara í Los Angeles eftir átta ár.


Kanada, Grænland, Púerto Ríkó auk Bandaríkjanna komu til greina. Af þeim náði bandaríska landsliðið bestum árangri á síðustu Pan American-móti. Sú staðreynd mun einnig hafa vegið þungt í ákvörðun IHF, eftir því sem fram kemur í tilkynningu.


Bandaríska landsliðið verður í E-riðli með Austurríki, Frakklandi og Noregi. Svíinn Robert Hedin, sem var um árabil landsliðsþjálfari Noregs, er nú landsliðsþjálfari Bandaríkjanna í handknattleik karla. Hann tók við starfinu fyrir tveimur árum.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -