- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Barcelona vann viðureign vonbrigðanna

Leikmenn Barcelona klappa áhorfendum lof í lófa eftir sigurinn á PSG í dag. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Eftir sigur í Meistaradeild Evrópu í fyrra og í hitteðfyrra fóru leikmenn Barcelona heim frá Köln í dag með bronsverðlaun í farteskinu eftir öruggan sigur, 37:31, á franska meistaraliðinu Paris Saint-Germain.

Frakkinn Ludovic Fabregas lék sinn síðasta leik fyrir Barcelona. Hann gengur til liðs við Veszprém síðar í sumar og verður m.a. samherji Bjarka Más Elíssonar. Mynd/EPA

Úrslit leiksins réðust nánast í fyrri hálfleik. Að honum loknum var forskot Barcelona níu mörk, 22:13. Þjálfarar beggja liða leyfðu sér þann munað að tefla fram leikmönnum sem hafa verið minna í eldlínunni á síðustu vikum. Þótt bronsverðlaun hafi verið í húfi virtist sem leikurinn stæði að einhverju leyti undir að vera leikur vonbrigða fyrir báðar fylkingar. Enn ein tilraun Paris Saint-Germain til þess að vinna Meistaradeild Evrópu hafði beðið skipbrot og Evrópumeistarar tveggja síðustu ára fengu ekki uppfylltan draum sinn um þriðja sigurárið.

Gomez orðinn markakóngur

Aleix Gomez leikmaður Barcelona náði þeim áfanga að verða markahæsti leikmaður úrslitahelgar Meistaradeildarinnar frá upphafi. Hann hefur nú skorað 70 mörk og skaust tveimur mörkum fram fyrir Mikkel Hansen og Kiril Lazarov.

Blaz Janc skoraði sjö mörk fyrir Barcelona og var markahæstur. Hampus Wanne, Melvyn Richardson og Timothey N’guessan skoruðu fimm mörk hver.

Sadou N’Tanzi og Kamil Syprzak skoruðu sjö sinnum hvor fyrir PSG.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -