- Auglýsing -
- Auglýsing -

Barist um Ólympíufarseðil í Hírosíma

Japanska handknattleikskonan Natsumi Akiyama fagnar marki á HM fyrir tveimur árum. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Japan og Suður Kóra mætast á miðvikudaginn í hreinum úrslitaleik um farseðilinn í handknattleikskeppni kvenna á Ólympíuleikunum á næsta ári. Lið beggja þjóða eru taplaus eftir þrjár umferðir af fjórum í undankeppni leikanna sem staðið hafa yfir frá 17. ágúst í Hirosíma í Japan.


Aðeins fimm þjóðir sendu landslið til keppninnar. Auk Japan og Suður Kóreu eru það Kínverjar, Kasakar og Indverjar. Úzbekistan dró sig úr keppni á elleftu stundu.

Skemmst er frá því að segja að landslið Japan og Suður Kóreu hafa borið ægishjálm yfir lið hinna þjóðanna þriggja í keppninni.

Sigurlið leiksins á miðvikudagsmorgun að okkar tíma tekur þátt í handknattleikskeppni Ólympíuleikanna sem fram fara í París næsta sumar. Hluti handknattleikskeppninnar fer einnig fram í Lille. Tapliðið fær sæti í forkeppni Alþjóða handknattleikssambandsins sem fram fer í apríl á næsta ári ásamt landsliðum frá öðru heimsálfum. Ekki er útilokað að liðið í þriðja sæti í keppninni í Hírosíma öðlist einnig sæti í fyrrgreindri forkeppni IHF. Allt ræðst það á gengi Asíuþjóða á HM sem haldið verður í Danmörku, Svíþjóð og Noregi undir árslok. Kínverska liðið er í þriðja sæti.

Tíu sæti enn í boði

Evrópumeistarar Noregs og gestgjafar Frakklands eru þeir einu sem þegar hafa víst sæti í handknattleikskeppni kvenna á leikunum sem hefjast eftir um 11 mánuði. Alls taka lið 12 þjóða þátt í handknattleikskeppni kvenna eins og í karlaflokki.

Fimm lið komast á Ólympíuleika í gegnum álfukeppni en sex lið eftir 12 liða keppni í þremur riðlum sem IHF heldur næsta vor, í apríl í kvennaflokki en í mars í karlaflokki.

Áhugasamir geta fylgst með útsendingu frá úrslitaleik Japan og Suður Kóreu á hlekknum hér fyrir neðan. Flautað verður til leiks klukkan sex á miðvikudagsmorgun að íslenskum tíma.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -