Benedikt Gunnar Óskarsson var markahæstur Íslendinganna þriggja hjá Kolstad þegar liðið vann Fjellhammer örugglega, 35:24, í norsku úrvalsdeildinni í dag. Leikið var í Fjellhamar Arena og voru heimamenn þremur mörkum undir að loknum fyrri hálfleik, 18:15.
Benedik Gunnar skoraði fjögur mörk, þar af þrisvar sinnum frá vítalínunni. Sigvaldi Björn Guðjónsson skoraði eitt mark. Sveinn Jóhannsson skoraði ekki mark og átti reyndar ekki markskot. Magnus Gullerud, Erlend Johnsen og Aksel Hald skoruðu fimm mörk hver fyrir Kolstad sem er efst í deildinni með átta stig að loknum fjórum leikjum eins og Drammen.
Fimm marka tap hjá Degi
Dagur Gautason og liðsfélagar í ØIF Arendal töpuðu fyrir Elverum, 33:28, í Terningen Arena í Elverum í dag. Dagur skoraði þrjú mörk, þar af tvö úr vítaköstum. Elverum var sterkara liðið í leiknum frá upphafi til enda og var m.a. þremur mörkum yfir að loknum fyrri hálfleik, 18:15.
Óneitanlega setti það strik í reikninginn hjá ØIF Arendal að Sondre Gjerdalen fékk beint rautt spjald í fyrri hálfleik en hann leikur nokkuð stórt hlutverki í liðinu.
ØIF Arendal hefur unnið tvo leiki af fjórum.
Stöðuna í norsku úrvalsdeildinni og í fleiri deildum í evrópskum handknattleik er að finna hér.