- Auglýsing -
- Auglýsing -

Benedikt verður gjaldgengur á morgun

Benedikt Marinó Herdísarson, Stjörnunni. Mynd/Egill Bjarni Friðjónsson
- Auglýsing -

Benedikt Marinó Herdísarson leikmaður Stjörnunnar verður gjaldgengur með liðinu í annarri viðureign Stjörnunnar og Aftureldingar í átta liða úrslitum Olísdeildar karla í handknattleik á morgun.

Benedikt Marinó fékk útilokun með skýrslu vegna grófs leikbrots undir lok fyrstu viðureignnar liðanna í átta liða úrslitum að Varmá á miðvikudagskvöldið.

„Dómarar meta að brotið falli undir reglu 8:5 b). Með tilvísun til 10. gr. reglugerðar HSÍ um agamál er það niðurstaða aganefndar að ekki skuli aðhafst frekar vegna málsins. Aganefnd vekur þó athygli á stighækkandi áhrifum útlokana vegna slíkra brota, skv. 2. mgr. 11. sömu reglugerðar,“ segir í úrskurði aganefndar HSÍ í gær.

Annar leikur Stjörnunnar og Aftureldingar í átta liða úrslitum Olísdeildar karla fer fram í Mýrinni í Garðabæ á morgun, laugardag. Áformað er að gefið verið merki til upphafssóknar klukkan 16.

Afturelding vann heimaleikinn með eins marks mun, 29:28.

Leikurinn verður sendur út á handboltapassanum.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -