- Auglýsing -
Handknattleikskonan Berglind Þorsteinsdóttir hefur skrifað undir nýjan langtímasamning við Olísdeildarlið HK sem gildir fram til ársins 2023. Þetta kemur fram í tilkynningu frá handknattleiksdeild HK.
Berglind er 21 árs leikmaður sem hefur leikið með yngri landsliðum Íslands og verið valin í æfingahópa hjá A-landsliðinu.
Berglind var einnig valin íþróttakona HK 2019. Hún er sem stendur í endurhæfingu eftir að hafa slitið krossband.
- Auglýsing -