Markvörðurinn Bergur Bjartmarsson hefur skrifað undir tveggja ára samning við lið Fjölnis í Grafarvogi. Hann þekkir vel til í herbúðum Fjölnis eftir að hafa leikið meira og minna sem lánsmaður hjá félaginu frá Fram síðan haustið 2021.
“Við fögnum því mjög að fá hann til okkar enda er þarna á ferðinni mjög öflugur markvörður og góður liðsmaður sem reynst hefur okkur vel undanfarin ár,” segir í tilkynningu Fjölnis í dag.
Bergur kom mikið við sögu hjá Fjölnisliðinu í umspilinu við Víkinga í vor. Hann tryggði Fjölni til að mynda oddaleik í einvíginu með því að verja vítakast í bráðabana í fjórðu viðureign liðanna í Grafarvogi í miklum maraþonleik sem lengi verður í minnum hafður.
- Auglýsing -