- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Betri frammistaða og jafntefli

Piltarnir í U18 ára landsliðinu eru klárir í slaginn á EM. Mynd/HSÍ
- Auglýsing -

Jafntefli varð í síðari vináttuleik Íslands og Færeyja í handknattleik karla, skipuðum liðum leikmanna 18 ára og yngri í Hoyvíkshøllinni í dag, 29:29. Staðan var einnig jöfn að loknum fyrri hálfleik, 14:14. Færeysku piltarnir unnu fyrri viðureignina sem fram fór í gær með sex marka mun, 39:33.


Það þótti sýnt frá upphafi leiks að íslensku strákarnir voru staðráðnir í að gera betur en í gær. Þeir byrjuðu leikinn af miklum krafti. Þeir voru hins vegar óheppnir með skotin sín sem varð til þess að leikurinn var jafn allan fyrri hálfleik.


Seinni hálfleikurinn þróaðist eins og sá fyrri þar sem íslenska liðið mætti til leiks af miklum krafti. Nú fóru skotin að skila boltanum í marknetið. Þegar síðari hálfleikurinn var hálfnaður voru íslensku strákarnir með þriggja marka forskot, 23:20. Það seig hinsvegar aðeins á verri veginn þegar kom fram í síðari hlutann. Þá tókst Færeyingum að komast inn í leikinn. Óli Mittún jafnaði metin, 29:29, fyrir færeyska liðið áður en leiktíminn var úti.


Leikirnir tveir voru liður í undirbúningi beggja liða fyrir þátttöku á Evrópumeistaramótinu sem fram fer í Svartfjallalandi frá 4. til 14. ágúst.


Mörk Íslands: Skarphéðinn Ívar Einarsson 9, Elmar Erlingsson 6, Kjartan Þór Júlíusson 6, Andrés Marel Sigurðsson 2, Þorvaldur Örn Þorvaldsson 2, Birkir Snær Steinsson 1, Atli Steinn Arnarson 1, Andri Fannar Elísson 1, Hinrik Hugi Heiðarsson 1.


Ísak Steinsson varði 7 skot í íslenska markinu.

Íslensku piltarnir og föruneyti koma til Íslands á morgun og heldur þá áfram undirbúningnum fyrir EM. Farið verður til Svartfjallalands þriðjudaginn 2. ágúst.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -