- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Bikarinn sem okkur vantar

Anna Þyri Halldórsdóttir, KA/Þór í marktækifæri í leik gegn Val í vor. Mynd/Egill Bjarni Friðjónsson
- Auglýsing -

„Þetta var kannski ekki léttur leikur en það var frábært að fá svona leik fyrir úrslitin á laugardaginn,“ sagði Anna Þyrí Halldórsdóttir einn leikmanna KA/Þórs í samtali við handbolta.is í kvöld eftir að hún og stöllur unnu FH, 33:16, í undanúrslitum Coca Cola-bikarsins í handknattleik í Schenkerhöllinni á Ásvöllum. Þar með varð ljóst að KA/Þór mætir Fram í úrslitaleiknum á sama stað á laugardaginn klukkan 13.30.


„Við þurftum að hafa fyrir sigrinum en þegar á leið leið þá fengu allir að spreyta sig sem er mikilvægt fyrir það sem koma skal. Það er gott þegar allir fá að spila eitthvað í svona úrslitaleikjum, dreifa álaginu,“ sagði Anna Þyrí sem er spennt fyrir leiknum á laugardaginn og alveg ljóst hvað Akureyrarliðið ætlar sér þá.

Viljum svara fyrir okkur

„Við viljum svara fyrir okkur eftir tapið í meistarakeppninni á dögunum. Það er bara þannig,“ sagði Anna Þyrí ennfremur.


Flestir leikmenn KA/Þórsliðsins verði á höfuðborgarsvæðinu fram að leiknum á laugardaginn en örfáir verða að fara norður í fyrramálið vegna vinnu og koma svo aftur suður seinni partinn á morgun. „Við tökum góða æfingu í Mosfellsbæ síðdegis á morgun, leggjum á ráðin fyrir úrslitaleikinn því við ætlum okkur að vinna á laugardaginn. Þetta er bikarinn sem okkur vantar,“ sagði Anna Þyrí Halldórsdóttir galvösk í samtali við handbolta.is í kvöld.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -