Mótanefnd HSÍ hefur frestað viðureign ÍBV og FH í 8-liða úrslitum Powerade bikarkeppni HSÍ í karlaflokki. Ástæðan er sú að ekki er fallinn dómur í áfrýjun Hauka á dómi dómstóls HSÍ sem dæmdi ÍBV sigur, 10:0, í viðureign Hauka og ÍBV í 16-liða úrslitum keppninnar.
Leik ÍBV og FH, sem fram átti að fara miðvikudaginn 18. desember í Vestmannaeyjum hefur þar með verið frestað um ótiltekinn tíma meðan dóms áfrýjunardómstóls HSÍ er beðið.
Haukar unnu leikinn við ÍBV í 16-liða úrslitum Poweradebikars karla, 37:29. ÍBV kærði framkvæmd leiksins og var dæmdur sigur, 10:0, af dómstóli HSÍ. Haukat brugðust við dómnum með því að áfrýja honum til áfrýjunardómstóls HSÍ.
Eftir því sem handbolti.is hefur fregnað þá er dóms ekki að vænta fyrr en í fyrsta lagi þegar kemur eitthvað fram í næstu viku.
Sjá einnig:
ÍBV dæmdur sigur – Haukar ætla að áfrýja
ÍBV kærir framkvæmd leiks vegna breytingar á skýrslu
Leikirnir þrír í næstu viku í 8-liða úrslitum Poweradebikarkeppni karla:
Þriðjudagur 17. des.: Skógarsel, ÍR - Stjarnan, kl. 19.30.
Miðvikudagur 18. des.: KA-heimili, KA - Afturelding, kl. 19.
Miðvikudagur 18. des.: Lambhagahöll, Fram - Valur, kl. 19.30.