Viðureign HK og ÍBV í 16-liða úrslitum Poweradebikars kvenna í handknattleik sem til stóð að hæfist klukkan 18 í dag í Kórnum í Kópavogi hefur verið frestað um sólarhring. Ástæða frestunarinnar er óhagstætt veður en illfært er á milli lands og Eyja.
Í tilkynningu frá HSÍ kemur fram að þess verði freistað að hefja leik klukkan 18 á morgun miðvikudag í Kórnum.
- Auglýsing -