- Auglýsing -
Bikarmeistarar Fram fara norður á Akureyri og mæta KA í átta liða úrslitum Poweradebikarsins í handknattleik karla. Dregið var í hádeginu í dag til leikjanna í átta liða úrslitum sem fram eiga að fara 19. og 20. desember. Eina liðið úr Grill 66-deildinni fær heimaleik í átta liða úrslitum gegn ÍR, neðsta liði Olísdeildar.
Leikir átta liða úrslita Poweradebikars karla:
Afturelding – FH.
KA – Fram.
HK – Haukar.
Fjölnir – ÍR.
Leikirnir eiga að fara fram 19. og 20. desember.
Undanúrslit miðvikudaginn 26. febrúar.
Úrslitaleikur laugardaginn 28. febrúar.
- Auglýsing -



