- Auglýsing -
- Auglýsing -

Bikarmeistari í Póllandi

Leikmenn Kielce fagna sigri í bikarkeppninni í gær. Sigvaldi Björn er þriðji frá hægri. Mynd/Łomża Vive Kielce
- Auglýsing -

Sigvaldi Björn Guðjónsson varð í gær pólskur bikarmeistari í handknattleik þegar lið hans, Łomża Vive Kielce vann Azoty SPR Tarnów með 22 marka mun í úrslitaleik, 42:20. Yfirburðir Łomża Vive Kielce voru miklir eins og tölurnar gefa til kynna. Strax að loknum fyrri hálfleik voru Sigvaldi og félagar komnir með 14 marka forskot, 22:8.


Úrslitaleikurinn þótti einn sá bragðdaufasti í sögu pólsku bikarkeppninnar um árabil enda var hann nánast eins og leikur kattarins að músinni.
Sigvaldi Björn skoraði eitt mark.

Um 150 stuðningsmenn Łomża Vive Kielce fengu að fylgjast með leiknum í keppnishöllinn. Var þetta fyrsti leikur ársins sem almennum áhorfendum var leyft að fylgjast með á vettvangi.


Łomża Vive Kielce á pólska meistaratitilinn næsta vísan eftir að hafa haft nokkra yfirburði í deildarkeppninni þar sem liðið hefur ekki tapað leik enn sem komið er. Úrslitakeppninni verður sleppt að þessu sinni. Niðurstaða deildarkeppninnar mun þar með ráða hvaða lið verður pólskur meistari.

Haukur Þrastarson, leikmaður Łomża Vive Kielce, er ennþá frá keppni eftir að hafa slitið krossband í haust. Hann mætir sprækur til leiks með liðinu á næsta keppnistímabili.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -