- Auglýsing -
- Auglýsing -

Bikarpunktar – ÍR í fimmta sinn í undanúrslitum og Selfoss í fjórða skipti

Bikarmeistarar ÍR í handknattleik 1983. ÍR vann Val, 18:17, í úrslitaleik í Laugardalshöll 29. apríl 1983. Efri röð f.v. Sveinbjörg Jónsdóttir, Guðlaug Pálsdóttir, Hrafnhildur Sigurþórsdóttir, Sva laug Skúladóttir, Ingunn Bernódusdóttir, Erla Rafnsdóttir, Ásta Björg Sveinsdóttir, Sigríður Jónsdóttir, Vilhjálmur Sigurgeirsson, Sigurbergur Sveinsson. Fremri röð f.v.: Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, Ásta Óskarsdóttir, Kristín Anna Arnþórsdóttir, Hanna Katrín Friðriksen, Áslaug Pálsdóttir. Mynd/Þjóðviljinn/- eik (timarit.is) - (Nafsetning myndar er fengin úr bókinni Handknattleiksbókin: Saga handknattleiksins á Íslandi 1920–2010).
- Auglýsing -

Undanúrslitaleikir Powerade-bikars kvenna í handknattleik fara fram í Laugardalshöll í kvöld. Klukkan 18 verður flautað til leiks ÍR og Vals og klukkan 20.15 hefja Stjarnan og Selfoss viðureign sína en úrslit hennar skera úr um hvort liðið leikur til úrslita á laugardaginn. Hér fyrir neðan er tæpt á nokkrum atriðum í sögunni.

24 ára bið á enda

  • ÍR leikur í kvöld í fimmta sinn í undanúrslitum bikarkeppni kvenna í handknattleik. Lið félagsins átti blómaskeið í keppninni þrjú ár í röð, 1982, 1983 og 1984. Mynd af sigurliðinu 1983 er efst með greinni.
  • ÍR-liðið vann bikarinn 1983 og hreppti silfurverðlaun 1982 og 1984. Þegar ÍR komst fyrst í undanúrslit 1982 lagði lið félagins KR, 11:10.
  • Síðast náði ÍR sæti í undanúrslitum bikarkeppninnar árið 2000 en tapaði fyrir Gróttu/KR, 23:18, eftir sigur á Aftureldingu í átta liða úrslitum.
  • ÍR vann Víking, 21:19, og HK, 31:21, á leið sinn í undanúrslit að þessu sinni.

Sjötta sinn í röð

  • Valur á lið í undanúrslitum bikarkeppni kvenna í 29. sinn, þar af í sjötta sinn í röð, alltaf undir stjórn sama þjálfarans, Ágústs Þórs Jóhannssonar.
  • Valur komst í fyrsta sinn í undanúrslit bikarkeppninnar árið 1977, árið eftir að bikarkeppnin hóf göngu sína í kvennaflokki. Valur tapaði fyrir KR í umræddum leik árið 1977, 13:12.
  • Valur sat yfir í fyrstu umferð bikarkeppninnar en lagði Hauka, 32:28, í átta liða úrslitum.

Í 25. sinn í undanúrslitum

  • Í kvöld leikur lið frá Stjörnunni í 25. sinn í undanúrslitum bikarkeppni kvenna í handknattleik. Stjarnan komst fyrst í undanúrslit keppninnar 1986 og vann þá Val, 30:27.
  • Síðst var Stjarnan í undanúrslitum kvennaflokki árið 2019 og tapaði fyrir Fram, 30:21.
  • Að þessu sinni vann Stjarnan Aftureldingu, 25:19 og Gróttu 25:20 á leið í undanúrslit.

Fyrst í undanúrslitum 1990

  • Selfoss er í nú í fjórða sinn með lið í undanúrslitum bikarkeppninnar í kvennaflokki. Í fyrsta sinn náði lið frá Selfossi svona langt í bikarkeppninni árið 1990 en tapaði illa fyrir Stjörnunni, 37:20.
  • Í annað sinn lék Selfoss í undanúrslitum fyrir sjö árum og þriðja sinn fyrir ári.
  • Á leiðinni í undanúrslit að þessu sinni vann Selfoss Fram, 34:22, í fyrstu umferð og KA/Þór í átta liða úrslitum, 34:15.
  • Kvennalið Selfoss hefur ekki tapað leik á þessu keppnistímabili, leikið 18 sinnum í deild og bikar og unnið þá alla.
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -