- Auglýsing -
Hægri hornamaðurinn Birgir Már Birgisson hefur framlengt samning sinn við FH til tveggja ára eða fram til sumarsins 2028. Birgir Már gekk til liðs við FH frá Víkingi sumarið 2018 og er því nú á sínu áttunda keppnistímabili með Kaplakrikaliðinu.
Birgir Már hefur verið einn allra besti og traustasti leikmaður FH allan sinn tíma hjá félaginu auk þess að vera í miklu uppáhaldi stuðningsmanna vegna mikils baráttuanda og fádæma fórnfýsi, segir í tilkynningu FH.
Birgir Már hefur leikið 248 leiki fyrir FH, þar af 26 Evrópuleiki, og orðið Íslandsmeistari, bikarmeistari og deildarmeistari með félaginu. Hann var valinn í æfingahóp landsliðsins haustið 2024.
- Auglýsing -




