- Auglýsing -
Birkir Fannar Bragason hefur verið ráðinn markmannsþjálfari meistaraflokks FH í handkanttleik karla. Birkir Fannar, sem lagði skóna á hilluna í vor, tekur við starfinu af Pálmari Péturssyni síðastliðin ár. Pálmar hætti í vor að eigin ósk. Um líkt leyti ákvað Birkir Fannar að leggja keppnisskóna á hilluna.
„Birkir Fannar reyndist mikill happafengur þegar hann gekk til liðs við FH árið 2016 og hefur leikið vel á þriðja hundrað leikja fyrir félagið. Birkir lék með félaginu í fimm ár, eða til 2021, við góðan orðstír og samdi svo á ný við FH haustið 2023 og verið í leikmannahópi FH síðan þá,“ segir í tilkynningu FH í kvöld.
- Auglýsing -