- Auglýsing -
- Auglýsing -

Bjarki Már fór á kostum

Bjarki Már Elísson leikmaður Lemgo og íslenska landsliðsins. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Bjarki Már Elísson og Viggó Kristjánsson voru markahæstu menn sinna liða í kvöld þegar Bjarki Már og félagar unnu Stuttgart með Viggó innanborðs, 35:29, á heimavelli í þýsku 1. deildinni í handknattleik. Bjarki Már fór á kostum og skoraði átta mörk, þar af eitt úr vítakasti.


Viggó skoraði sjö mörk fyrir Stuttgart, tvö þeirra úr vítaköstum.

Gunnar Steinn Jónsson skoraði tvö mörk þegar Göppingen vann Essen örugglega á heimavelli, 35:27. Marcel Schiller, markahæsti leikmaður þýsku 1. deildarinnar, skoraði 13 mörk, þar af fimm úr vítaköstum. Hann hefur þar með náð talsverðu forskoti í keppni um markakóngstitilinn.


Kai Häfner tryggði Melsungen, sem Guðmundur Þórður Guðmundsson þjálfar, jafntefli þegar hann jafnaði metin á síðustu sekúndum gegn GWD Minden í Minden, 30:30. Arnar Freyr Arnarsson skoraði eitt mark fyrir Melsungen var þremur mörkum yfir í hálfleik, 15:12.


Arnór Þór Gunnarsson skoraði þrjú mörk, eitt úr vítakasti, þegar Bergischer tapaði á útivelli fyrir Ludwigshafen, 28:22. Þetta var annar sigur Ludwighshafen í röð en leikmenn liðsins virðast vera vaknaðir. Liðið hefur verið í kjallaranum alla leiktíðina en nú er runninn á leikmenn liðsins hamur og það ekki í fyrsta sinn. Ludwigshafen-liðið er þekkt fyrir að bjarga sér frá falli á elleftu stundu. Hvort það gerist nú skýrist á næstu vikum.


Úrslit dagsins:
Göppingen – Essen 35:27 (17:13).
Lemgo – Stuttgart 35:29 (19:15).
Ludwigshafen – Bergischer 28:22 (13:14).
GWD Minden – MT Melsungen 30:30 (12:15).
Hannover-Burgdorf – Füchse Berlin 27:27 (13:12).
Wetzlar – Nordhorn 35:26 (20:9).
Staðan:

Standings provided by SofaScore LiveScore
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -