- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Bjarki Már lék lengst – Aron átti flestar stoðsendinga – tölfræði EM

Leikmenn íslenska landsliðsins fyrir eina af viðureignum Evrópumótsins í Þýskalandi. Mynd/Hafliði Breifjörð
- Auglýsing -

Bjarki Már Elísson lék lengst af leikmönnum íslenska landsliðsins á Evrópumótinu í handknattleik sem lauk í Þýskalandi. Af þeim sjö klukkustundum sem landsliðið var á leikvellinum á mótinu var Bjarki með fimm stundir og tæpar sjö mínútur. Sigvaldi Björn Guðjónsson var næstur á eftir. Hann lék í um 22 mínútum skemur en Bjarki Már.

Þess má geta að á EM 2022 lék Sigvaldi Björn í 7 stundir og 47 mínútur af átta stundum mögulegum.

Næstir á eftir Bjarka Már og Sigvalda að þessu sinni voru Elliði Snær Viðarsson, Elvar Örn Jónsson og Viktor Gísli Hallgrímsson.

Fyrir utan Teit Örn Einarsson sem kallaður var inn í hópinn fyrir síðasta leik Íslands á mótinu og kom ekkert við sögu þá lék Kristján Örn Kristjánsson, Donni, minnst eða í 5 mínútur og 24 sekúndur. Hann lék einnig minnst á EM 2022, álíka lengi og að þessu sinni. Einar Þorsteinn Ólafsson var næstur eftir Donna.

Einar Þorsteinn var á vellinum í nærri 13 mínútur. Aðrir náðu að minnsta kosti rúmum klukkutíma á leikvellinum.

Teknir hafa verið saman nokkrir tölfræðiþættir úr gögnum mótsins.

Bjarki Már Elísson lék lengst af leikmönnum íslenska landsliðsins á EM. Mynd/Hafliði Breiðfjörð

Léku mest:

Bjarki Már Elísson5.06,45 klst.
Sigvaldi Björn Guðjónsson4.44,36 klst.
Elliði Snær Viðarsson4.38,35 klst.
Elvar Örn Jónsson4.34,36 klst.
Viktor Gísli Hallgrímsson4.32,33 klst.

Minnst léku:

Teitur Örn Einarsson0
Kristján Örn Kristjánsson5,24 mín.
Einar Þorsteinn Ólafsson12,47 mín.
Haukur Þrastarson1.16,04 klst.
Gísli Þorgeir Kristjánsson1.29,58 klst.
Janus Daði Smárason1.37,39 klst.
Viggó Kristjánsson flest mörk íslensku landsliðsmannanna á EM 2024. Mynd/Hafliði Breiðfjörð

Markahæstir:

Viggó Kristjánsson34
Aron Pálmarsson25
Sigvaldi Björn Guðjónsson23
Bjarki Már Elísson21
Elliði Snær Viðarsson21
Ómar Ingi Magnússon19
Óðinn Þór Ríkharðsson13
Janus Daði Smárason12
Aron Pálmarsson fyrirliði íslenska landsliðsins í handknattleik. Mynd/Hafliði Breiðfjörð

Stoðsendingar:

Aron Pálmarsson21
Viggó Kristjánsson13
Gísli Þorgeir Kristjánsson11
Ómar Ingi Magnússon11
Elvar Örn Jónsson9
Haukur Þrastarson8
Elliði Snær Viðarsson utan vallar eftir að hafa fengið annað af tveimur rauðum spjöldum sínum á EM. Mynd/Hafliði Breiðfjörð

Vísað af velli – tvær mínútur:

Elliði Snær Viðarsson20 mín.
Aron Pálmarsson4 mín.
Bjarki Már Elísson4 mín.
Elvar Örn Jónsson4 mín.
Viggó Kristjánsson4 mín.
Ýmir Örn Gíslason4 mín.

Varin skot:

Viktor Gísli Hallgrímsson64/204 – 31%
Björgvin Páll Gústavsson24/91 – 26%
Samanlagt88/295 – 29,8%
Sóknarnýting:200/384 – 52%
Snorri Steinn Guðjónsson landsliðsþjálfari og Arnór Atlason aðstoðarþjálfari stýrðu íslenska landsliðinu í fyrsta sinn í lokakeppni EM. Mynd/Hafliði Breiðfjörð

Úrslit leikja Íslands:

Ísland – Serbía27:27
Ísland – Svartfjallaland31:30
Ísland – Ungverjaland25:33
Ísland – Þýskaland24:26
Ísland – Frakkland32:39
Ísland – Króatía35:30
Ísland – Austurríki26:24
Samtals:200:209
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -