- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Bjarki Már markahæstur á tveimur síðustu HM – hverjir hafa skorað mest frá 1958?

Bjarki Már Elísson hefur verið markheppinn á síðustu heimsmeistaramótum. Ljósmynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

Bjarki Már Elísson hefur verið markahæsti leikmaður íslenska landsliðsins á tveimur síðustu heimsmeistaramótum, 2021 og 2023. Hann er þar með í flokki með Ólafi Stefánssyni, Valdimari Grímssyni, Axel Axelssyni og Gunnlaugi Hjálmarssyni sem í gegnum tíðina hafa tvisvar skorað flest mörk fyrir íslenska landsliðið á HM.

Guðjón Valur oftast markahæstur

Guðjón Valur Sigurðsson er sá sem oftast hefur skorað flest mörk íslenska landsliðsins á HM, alls fjórum sinnum. Hann er jafnframt markahæsti leikmaður Íslands á HM með 294 mörk í 57 leikjum frá 2001 til 2017. Guðjón Valur er einnig eini íslenski handknattleiksmaðurinn sem orðið hefur markakóngur HM. Hann náði þeim áfanga á HM í Þýskalandi 2007.

Stökk upp fyrir Patrek

Bjarki Már tók þátt í HM í fyrsta sinn fyrir átta árum þegar mótið fór fram í Frakklandi. Hann hefur verið markheppinn á mótunum og komst eftir síðasta mót í fjórða sæti yfir markahæstu leikmenn Íslands á HM frá upphafi með 125 mörk í 26 leikjum. Bjarki Már skaust upp fyrir Patrek Jóhannesson sem var í fjórða sæti með 121 mark í 34 leikjum frá 1993 til 2003.


Markahæstu leikmenn Íslands á HM frá 1958 til 2023:
(Ár: nafn, mörk/leikir).
2023: Bjarki Már Elísson, 45/6.
2021: Bjarki Már Elísson, 39/6.
2019: Arnór Þór Gunnarsson, 37/6.
2017: Rúnar Kárason, 29/6.
2015: Guðjón Valur Sigurðsson, 31/6.
2013: Guðjón Valur Sigurðsson, 41/6.
2011: Alexander Petersson, 53/9.
2007: Guðjón Valur Sigurðsson, 66/10.
2005: Guðjón Valur Sigurðsson, 31/5.
2003: Ólafur Stefánsson, 58/9.
2001: Ólafur Stefánsson, 32/6.
1997: Valdimar Grímsson, 52/9.
1995: Valdimar Grímsson, 34/6.
1993: Sigurður V. Sveinsson, 37/7.
1990: Alfreð Gíslason, 32, 7.
1986: Kristján Arason, 42/6.
1978: Axel Axelsson, 14/3.
1974: Axel Axelsson, 18/3.
1970: Geir Hallsteinsson, 19/6.
1964: Gunnlaugur Hjálmarsson, 11/3.
1961: Gunnlaugur Hjálmarsson, 22/6.
1958: Birgir Björnsson, 13/3.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -