- Auglýsing -
- Auglýsing -

Bjarki Már markahæstur í háspennuleik

Bjarki Már Elísson, Lemgo. Mynd/GWD Minden
- Auglýsing -

Svíinn Jonathan Carlsbogard tryggði Lemgo annað stigið eftir mikinn endasprett gegn Göppingen í dag í þýsku 1. deildinni í handknattleik, 26:26. Carlsbogard jafnaði metin þegar þrjár sekúndur voru eftir en leikmenn Göppingen höfðu tapað boltanum níu sekúndum áður.

Göppingen var fjórum mörkum yfir þegar fimm mínútur voru til leiksloka, 25:21, og stefndi flest í sigur liðsins en Lemgo var sex mörkum undir í hálfleik, 15:9, á heimavelli. Bjarka Má Elíssyni og félögum í Lemgo lánaðist að jafna metin, 18:18, þegar síðari hálfleikur var hálfnaður áður en leikmenn Göppingen stungu af á ný. Mikill darraðardans var stigin síðustu mínúturnar.


Bjarki Már var markahæstur í liði Lemgo með sjö mörk, þar af tvö úr vítaköstum. Marcel Schiller skoraði 11 mörk fyrir Göppingenliðið. Gunnar Steinn Jónsson hafði sig lítt í frammi í leiknum en hann leikur með Göppingen.


Lemgo komst upp í 10. sæti deildarinnar. Liðið hefur 29 stig að loknum 27 leikjum. Göppingen situr í fimmta sæti með 38 stig en hefur lokið 30 leikjum.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -