- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Bjarki Már og félagar í átta liða úrslit – Aalborg er úr leik

Bjarki Már Elísson. Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

Ungverska liðið Veszprém með Bjarka Má Elísson innanborðs er komið í átta liða úrslit Meistaradeildar Evrópu í handknattleik. Danska liðið Aalborg Håndbold er á hinn bóginn úr leik eftir tap fyrir GOG á Fjóni í kvöld, 32:24, og samanlagt, 60:54.


Bjarki Már og félagar í Veszprém lögðu grunn að keppnisrétti í átta liða úrslitum með stórsigri í fyrri leiknum sem fram fór í Szeged fyrir viku. Þeir gáfu engin færi á sér á heimavelli í kvöld og unnu með fimm marka mun, 38:33, og samanlagt, 74:56.


Bjarki Már skoraði ekki mark að þessu sinni. Daninn Rasmus Lauge fór á kostum og skoraði níu mörk fyrir Veszprém. Gasper Marguc var næstur með sjö mörk. Imanol Alustiza var markahæstur hjá Szeged með 10 mörk.


GOG var mikið sterkara liðið í uppgjöri dönsku liðanna. Of mikið hefur flísast úr leikmannahópnum hjá Aalborg upp á síðkastið til þess að liðið gæti staðist GOG snúning að þessu sinni. Aron Pálmarsson var á meðal þeirra sem ekki lék með Aalborg í kvöld. Hann er meiddur.

Nýjasta stjarnan í danska handknattleiknum, Simon Pytlick, var markahæstur hjá GOG með átta mörk. Emil Madsen var næstur með sjö mörk. Fleix Claar skoraði sjö mörk fyrir Aalborg og var atkvæðamestur. Arnór Atlason er aðstoðarþjálfari Aalborg.

Í átta liða úrslitum mætast:
THW Kiel - PSG.
GOG - Barcelona.
Wisla Plock - SC Magdeburg.
Veszprém - Kielce.
Leikirnir fara fram 10., 11., 17. og 18. maí.
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -