- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Bjarki Már og félagar með fjögurra stiga forystu

Bjarki Már Elísson landsliðmaður í handknattleik og leikmaður ungverska meistaraliðsins Telekom Veszprém. Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

Staða Bjarka Elíssonar og samherja í ungverska meistaraliðinu Telekom Veszprém vænkaðist mjög í toppbaráttu úrvalsdeildarinnar heima fyrir í gær. Ekki aðeins vann Veszprém sinn 14. leik í röð heldur tapaði helsti andstæðingurinn, Pick Szeged, sínum öðru leik í deildinni á sama tíma. Þar með hefur Veszprém fjögurra stiga forskot í efsta sæti. Liðið hefur 28 stig en Pick Szeged 24.

Bjarki Már skoraði þrjú mörk í öruggum sigri, 36:23, í heimsókn til Csurgói KK. Staðan að loknum fyrri hálfleik var 21:10. Nedim Remili, sem valinn var mikilvægasti leikmaður Evrópumóts landsliða sem lauk um síðustu helgi, skoraði fjögur af mörkum Veszprém en að vanda var leiktímanum skipt bróðurlega á milli leikmanna liðsins.

Szeged tapaði fyrri Gyongyosi, 35:32, á útivelli eftir að hafa átt undir högg að sækja allan leikinn. Gyongyosi, sem fluttist upp í sjöunda sæti deildarinnar með þessum sigri, var þremur mörkum yfir í hálfleik, 18:15.

Á undanförnum árum hafa Veszprém og Pick Szeged yfirleitt ekki tapað nema hvort fyrir öðru og á þeim úrslitum hefur ráðist hvort liðanna hefur unnið deildina og síðar úrslitakeppnina.

Standings provided by Sofascore
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -