- Auglýsing -
- Auglýsing -

Bjarki Már skoraði níu sinnum hjá meisturunum

Bjarki Már Elísson leikmaður Lemgo og íslenska landsliðsins. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Kapphlaup Kiel og Flensburg um þýska meistaratitilinn í handknattleik karla heldur áfram og virðast engin lið deildarinnar vera þess megnug að slá þau út af laginu. Bæði unnu þau í dag og hafa aðeins tapað fimm stigum hvort um sig þegar annað hefur lokið 30 leikjum en hitt 29.

Bjarki Már Elísson gerði það sem hann gat til þess að leggja stein í götu leikmanna Kiel. Hann skoraði níu mörk, þar af fjögur út vítaköstum, þegar Lemgo tapaði á heimavelli fyrir meisturunum, 30:25. Niclas Ekberg skoraði sjö fyrir Kiel og Norðmaðurinn Sander Sagosen sex.


Guðmundur Þórður Guðmundsson og lærisveinar í MT Melsungen náðu sér alls ekki á strik þegar þeir sóttu Flensburg í heim í dag. Heimamenn unnu með 15 marka mun, 35:20, eftir að hafa verið 12 mörkum yfir að loknum fyrri hálfleik, 21:9.


Alexander Petersson, sem gengur til liðs við Melsungen í sumar, skoraði þrjú af mörkum Flensburg. Annars var Svíinn Jim Gottfridsson markahæstur með átta mörk og línumaðurinn Johannes Golla var næstur með sjö. Julius Kühn skoraði fimm sinnum fyrir Melsungen og var markahæsti leikmaður liðsins. Arnar Freyr Arnarsson skoraði ekki mark.


Í gær tapaði Göppingen fyrir Erlangen, 31:28 á útivelli. Gunnar Steinn Jónsson skoraði ekki mark fyrir Göppingen. Janus Daði Smárason er frá keppni vegna aðgerðar á öxl í byrjun febrúar.
Staðan:

Standings provided by SofaScore LiveScore
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -