- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Bjarki og bikarmeistararnir mæta Berlínarrefunum

Bjarki Már Elísson átti afar góðu gengi að fagna hjá Lemgo. Mynd/Aðsend
- Auglýsing -

Bikarmeistarar Lemgo, með Bjarka Má Elísson landsliðsmann innanborðs, drógust gegn Füchse Berlín í 16-liða úrslitum þýsku bikarkeppninnar í hádeginu þegar dregið var.

Berlínarliðið, sem Bjarki Már lék með áður en hann gekk til liðs við Lemgo sumarið 2019, hefur verið óárennilegt það sem af er leiktíðar í Þýskalandi. Leikið sjö leiki og unnið sex þeirra og aðeins gert eitt jafntefli gegn meisturum THW Kiel.


Svokölluð Íslendingalið drógust saman. Rhein-Neckar Löwen, með Ými Örn Gíslason landsliðsmann, mætir Stuttgart sem Viggó Kristjánsson landsliðsmaður og Andri Már Rúnarsson, unglingalandsliðsmaður leika með mætast.

Eins sækja Arnór Þór Gunnarsson og félagar í Bergischer liðsmenn Melsungen heim. Þrír íslenskir landsliðsmenn eru innan raða Melsungen, Alexander Petersson, Arnar Freyr Arnarsson og Elvar Örn Jónsson. Liðin mættust í þýsku 1. deildinni í gærkvöld á heimavelli Melsungen þar sem heimaliðið hafði betur, 26:24.


Leikir 16-liða úrslita fara fram 14. og 15. desember.


GWD Minden – Frisch Auf Göppingen (Janus Daði).
Rhein-Neckar Löwen (Ýmir Örn) – TVB Stuttgart (Andri Már, Viggó).
HC Erlangen – HSG Wetzlar.
TBV Lemgo Lippe (Bjarki Már) – Füchse Berlin.
ASV Hamm-Westfalen – SC Magdeburg (Ómar Ingi, Gísli Þorgeir).
TSV Hannover-Burgdorf (Heiðmar, aðst.þjálfari) – THW Kiel
MT Melsungen (Alexander, Arnar, Elvar) – Bergischer HC (Arnór Þór).
VfL Gummersbach (Elliði, Guðjón, Hákon) – HSG Nordhorn-Lingen.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -