- Auglýsing -
- Auglýsing -

Bjarni Ófeigur var bestur á vellinum

Bjarni Ófeigur Valdimarsson er nú leikmaður Skövde í Svíþjóð. Mynd/ J.L.Long
- Auglýsing -

Bjarni Ófeigur Valdimarsson var besti leikmaður IFK Skövde í kvöld þegar liðið vann IF Hallby HK á heimavelli, 33:26, í seinni leik liðanna í 16-liða úrslitum sænsku bikarkeppninnar. IFK Skövde vann báða leikina samanlagt, 66:55, og er með sæti víst í átta liða úrslitum.


Bjarni Ófeigur skoraði átta mörk, ekkert úr vítakasti, og átti þar að auki sex stoðsendingar. Einnig var hann aðsópsmikill í varnarleiknum. Bjarni Ófeigur fékk 5,8 í einkunn og var hæstur leikmanna liðsins.


Bjarni lék ekki með Skövde fyrir helgina þegar liðið tapaði fyrir Malmö í sænsku úrvalsdeildinni en virðist vera búinn að jafna sig á þeim lítilsháttar meiðslum sem héldu honum frá þeirri viðureign.


IFK Kristianstad, sem Teitur Örn Einarsson leikur með, og Guif Eskilstuna með Daníel Frey Andrésson og Aron Dag Pálsson innanborðs eru á meðal þeirra liða sem komin eru í átta liða úrslit bikarkeppninnar en viðureignnum þeirra lauk í síðustu viku.


Dregið verður í átta liða úrslit í vikunni.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -