Lið 2. umferðar Olísdeildar karla var valið af sérfræðingum Handboltahallarinnar í þætti gærkvöldsins fram fór að vanda í opinni dagskrá í sjónvarpi Símans.
FH-ingar eru áberandi í úrvalsliði 2. umferðar eftir öruggan sigur liðsins á Val í umferðinni, 32:27. Þrír leikmenn FH eru í úrvalsliðinu auk þjálfarans, Sigursteins Arndal.
Bjarni Ófeigur Valdimarsson var valinn leikmaður umferðarinnar. Hann er öðru sinni í úrvalsliðinu. Bjarni Ófeigur skoraði 13 mörk í 16 leikjum auk þess að vera 16 sköpuð færi.
Lið 2. umferðar Olísdeildar karla:
Hægra horn: Birgir Már Birgisson, FH.
Hægri skytta: Elís Þór Aðalsteinsson, ÍBV.
Miðjumaður: Harri Halldórsson, Aftureldingu.
Vinstri skytta: Bjarni Ófeigur Valdimarsson, KA (2).*
Vinsta horn: Sigurður Snær Sigurjónsson, Haukum.
Línumaður: Jón Bjarni Ólafsson, FH.
Markvörður: Jón Þórarinn Þorsteinsson, FH.
Varnarmaður: Elvar Elí Hallgrímsson, Selfossi.
Þjálfari umferðarinnar: Sigusteinn Arndal, FH.
(*Hversu oft í liði umferðarinnar)
Olís karla: Samantekt frá annarri umferð

