- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Björgvin Páli er nóg boðið: Á að leggja íþróttina í rúst?

Nú er gengið of langt, gæti Björgvin Páll verið að segja. Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

Björgvin Páll Gústavsson, landsliðsmarkvörður, sendir Alþjóða handknattleikssambandinu, IHF, sterk skilboð í Twitter þar sem hann spyr hvort sambandið ætli sér að leggja íþróttina í rúst með ströngum covidreglum á heimsmeistaramótinu í handknattleik karla sem hefst 11. janúar í Póllandi og Svíþjóð.

Eruð þið að grínast?

„Eruð þið að grínast með þessar Covid-19 reglur fyrir HM 2023? Eruð þið að reyna að eyðileggja íþróttina okkar?,” spyr Björgvin Páll og hengir IHF við færsluna.

Björgvin Páll bætir við áskorun til félaga og vina í handboltnum: „Handboltavinir… Hvað eigum við að gera? Hvernig komum við í veg fyrir þetta?“


Eins og handbolti.is sagði frá í gærkvöld og einnig í nóvember þá gilda mun strangari reglur um eftirlit og einangrun með leikmönnum, þjálfurum og starfsmönnum á HM en almennt gilda í Svíþjóð og Póllandi m.a. með reglubundnum skimunum og einangrun ef smit greinist. Einnig verða þátttakendur að uppfylla skilyrði um bólusetningu. Gangist þeir ekki undir þau skilyrði fá þeir ekki að taka þátt.

Leikjadagskrá HM – smellið hér.

Auk þess eru reglurnar nú talsvert strangari en á Evrópumóti kvenna sem fram fór í nóvember á vegum Handknattleikssambands Evrópu.

Covid lék flest landslið mjög grátt á EM fyrir ári. Margir leikmenn voru í einangrun um lengri og skemmri tíma eftir að þeir höfðu greinst smitaðir, m.a. á annan tug leikmanna og starfsmanna íslenska landsliðsins. Björgvin Páll var einn þeirra sem var dögum saman í einangrun meðan á mótinu stóð.

Enn verra var ástandið í þýska landsliðshópnum þar sem 18 smituðust svo vart náðist í lið undir lokin þótt endalaust væri vera að kalla menn að heiman inn í hópinn.

Mótshaldarar segjast ekkert geta gert. Þeir verði einfaldlega að fylgja þeim reglum sem Alþjóða handknattleikssambandið setur.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -