- Auglýsing -
- Auglýsing -

Blindaðist við þungt högg á auga

Steinunn Björnsdóttir fyrirliði Fram. Mynd/Fram
- Auglýsing -

Handknattleikskona ársins 2020 og landsliðskonan, Steinunn Björnsdóttir, leikur ekki með Fram á næstunni eftir að hafa fengið þungt högg á vinstra auga eftir nokkrar mínútur í leik Fram og FH í Olísdeildinni á síðasta laugardag. Steinunn blindaðist við höggið og hefur ekki enn endurheimt nema brot af sjóninni á auganu sem er mjög illa útlítandi. Ekki er ljóst hvort Steinunn hafi einnig fengið heilahristing við höggið sem var afar þungt. Hún var flutt rakleitt á sjúkrahús.


„Þetta er frekar alvarlegt. Ég fékk skothendi í augað og sá ekkert með því í gær en er betri í dag,“ sagði Steinunn í samtali við handbolta.is seint í gærkvöld. „Núna er eins og ég sé að horfa í gegnum plastfilmu. Mér líður best með að hafa augað lokað,“ sagði Steinunn ennfremur en hún hitti augnlækni í gær og á annan tíma hjá honum í dag.

Hugsanlegur heilahristingur

„Það þarf að fylgjast með þrýstingi sem er í auganu. Útlitið er sem betur fer betra í dag en í gær sem eru jákvæðar fréttir. Ég er bjartsýn á að fá sjónina til baka en ég þarf að taka því mjög rólega næstu daga,“ sagði Steinunn sem vonast til að hafa sloppið við heilahristing. Enn sem komið er, er ekki hægt að fullyrða neitt um það og skýrist betur á næstu dögum.

„Vonandi er þetta bara augað,“ sagði Steinunn og bætti við.


„Það var bara hrein óheppni að hendin á andstæðingnum lenti beint í auganu,” sagði Steinunn sem verður frá keppni um ótiltekinn tíma.

„Ég verða ekki með í næstu leikjum hið minsta. Kem svo vonandi sterk inn eftir nokkrar vikur,“ sagði handknattleikskonan frábæra Steinunn Björnsdóttir, leikmaður Fram og íslenska landsliðsins við handbolta.is í gærkvöld.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -