- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Botnlið sló Kiel út – Á ýmsu gekk hjá Íslendingum í bikarnum

Arnar Freyr Arnarsson landsliðsmaður í handknattleik og leikmaður þýska liðsins MT Melsungen. Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

Wetzlar, sem situr í næst neðsta sæti þýsku 1. deildarinnar í handknattleik eftir einn sigur í sex leikjum, gerði sér lítið fyrir í dag og sló þýsku meistarana THW Kiel úr leik í 32-liða úrslitum þýsku bikarkeppninnar í handknattleik karla í dag. Leikurinn fór fram í Kiel.

Fjögur lið sem Íslendingar eru samningsbundnir tókst að komast í 16-liða úrslit keppninnar. Þrjú féllu úr keppni.

 • Arnar Freyr Arnarsson og Elvar Örn Jónsson og liðsmenn MT Melsungen sem er efst og taplaust í þýsku 1. deildinni eftir sjö umferðir lenti í kröppum dansi gegn 2. deildarliðinu Dessau-Roßlauer HV 06. Eftir talsverðar barning tókst Melsungen að vinna, 31:28. Melsungen var fimm mörkum undir, 22:17, eftir sex mínútur í síðari hálfleik.
 • Arnar Freyr og Elvar Örn skoruðu tvö mörk hvor. Elvar Örn átti ennfremur tvær stoðsendingar. Arnar Freyr var einu sinni vikið af leikvelli í tvær mínútur.
 • Andri Már Rúnarsson skoraði sjö mörk og var markahæstur hjá SC DHfK Leipzig í átta marka sigri liðsins á VfL Lübeck-Schwartau, 33:25, á útivelli. Einnig gaf hann eina stoðsendingu. Viggó Kristjánsson skoraði ekki mark fyrir SC DHfK Leipzig en gaf þrjár stoðsendingar. Örn Vésteinsson Östenberg átti tvö markskot fyrir VfL Lübeck-Schwartau en skoraði ekki. Hann gaf eina stoðsendingu.
 • Rúnar Sigtryggsson er þjálfari SC DHfK Leipzig sem komið er í 16-liða úrslit.
 • Elliði Snær Viðarsson kom lítið við sögu þegar Gummersbach vann öruggan sigur á Dusseldorf-Ratingen, 44:27, á útivelli. Staðan að loknum fyrri hálfleik var 23:10. Lærisveinar Guðjóns Vals Sigurðsson komust þar með örugglega í 16-liða úrslit bikarkeppninnar. Athygli vakti að Tilen Kodrin leikmaður Gummersbach skorað 14 mörk og brást ekki bogalistin í einu markskoti.
 • Oddur Gretarsson skoraði eitt mark úr vítakasti fyrir Balingen-Weilstetten í tveggja marka tapi fyrir TuS N-Lübbecke, 29:27. Daníel Þór Ingason skoraði ekki mark fyrir Balingen en átti eina stoðsendingu.
 • Hákon Daði Styrmisson skoraði ekki mark þegar lið hans Eintracht Hagen vann HSC Coburg, 25:23, í Hagen. Tumi Steinn Rúnarsson lék ekki með Coburg en hann er ásamt fleiri leikmönnum liðsins fjarverandi um þessar mundir vegna meiðsla.

  Önnur úrslit í dag:
  THW Kiel – HSG Wetzlar 31:32.
  HC Erlangen 35:38.
  ASV Hamm-Westfalen – HSV Hamburg 35:36.
  HC Gelpe/Strombach 27:37.

  Fleiri leikir fara fram á morgun í bikarkeppninni.
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -