- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Breki Hrafn tryggði sigur í síðari leiknum við Færeyinga

Piltarnir í 20 ára landsliðinu sem mættu Færeyingum í æfingaleikjum á dögunum. Mynd/HSÍ
- Auglýsing -

U20 ára landslið Íslands og Færeyja í karlaflokki luku törn vináttuleikja þjóðanna í þremur flokkum yngri landsliða í handknattleik í Safamýri síðdegis í dag. Eftir hörkuleik unnu íslensku piltarnir með minnsta mun, 30:29, en þeir höfðu einnig betur í gær og þá með níu marka mun, 34:25. Breki Hrafn Árnason varði skot Ísak Vedelsbøl beint úr aukakasti þegar leiktíminn var úti.

Líkt og í gær voru það Færeyingar sem byrjuðu betur í dag og voru 2-3 mörkum yfir allan fyrri hálfleikinn höfðu verðskuldað tveggja marka forskot að honum loknum, 15:13.

Í seinni hálfleik var meira jafnræði með liðunum en færeysku piltarnir voru þó áfram með frumkvæðið framan af. Þegar 10 mínútur voru til leiksloka tókst íslenska liðinu loks að jafna og komast yfir í framhaldinu. Piltunum tókst að halda yfirhöndinni út leikinn. Breki Hrafn Árnason varði skot Ísak Vedelsbøl beint úr aukakasti þegar leiktíminn var úti.

Elmar Erlingsson átti stórleik. Hann skoraði 11 mörk og átti margar stoðsendingar.

Óli Mittún var ekki með færeyska landsliðinu í leikjunum tveimur um helgina.

Mörk Íslands: Elmar Erlingsson 11, Eiður Rafn Valsson 6, Birkir Snær Steinsson 3, Össur Haraldsson 3, Andri Fannar Elísson 2, Reynir Þór Stefánsson 2, Kjartan Þór Júlíusson 2, Atli Steinn Arnarson 1.

Markverðirnir Ísak Steinsson og Breki Hrafn Árnason skiptu leiknum á milli sín. Ísak varði 5 í fyrri hálfleik og Breki Hrafn 7 skot í þeim síðari.

Næst á dagskrá hjá stráknum verður þátttaka í Evrópumótinu sem haldið verður í Celje í Slóveníu 10. – 21. júlí.

Sjá einnig:

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -