- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Breytingar á EM 2024 – Miðdepillinn verður í Austurríki

MVM Dome keppnishöllinni í Búdapest þar sem leikið verður til úrslita í Meistaradeild kvenna í handknattleik. Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

Áætlununum fyrir Evrópumót kvenna í handknattleik á næsta ári hefur verið breytt. Austurríki hefur tekið að sér að vera í aðalhlutverki á mótinu í stað Ungverjalands sem treystir sér ekki að standa við fyrri skuldbindingar vegna kostnaðar, eins og kom fram á handbolti.is fyrr á þessu ári. Ekki verður leikið í Búdapest á eins og til stóð en borgin átti að vera miðdepill mótsins.


Tvær grímur runnu á forráðamenn ungverska handknattleikssambandsins í vetur og leit út fyrir um tíma að þeir hættu við að halda mótið í samvinnu við Austurríki og Sviss. Að undanförnu hefur verið unnið að lausn og liggur niðurstaða fyrir.

Debrechen í stað Búdapest

Veigamesta breytingin sem gerð hefur verið á dagskránni er að úrslitahelgi mótsins fer fram í Vínarborg í stað Búdapest. Eins verður leikið í milliriðlakeppni mótsins í Debrechen í Ungverjalandi í stað Búdapest en hinn riðill milliriðlakeppninnar verður í Vínarborg. Upphaflega stóð til að leika báða milliriðlana í ungversku höfuðborginni.

Nokkuð er síðan að grannþjóðirnar Austurríki, Sviss og Ungverjaland sóttu um að halda EM kvenna 2024 í sameiningu. Varð umsókn þeirra hlutskörpust í vali EHF í ársbyrjun 2020 á keppnisstað. Umsóknin hlaut 28 atkvæði en umsókn frá Tékklandi, Slóvakíu og Póllandi 21 atkvæði.


Á fyrsta stigi mótsins verður leikið í Basel í Sviss, Innsbruck í Austurríki og Debrechen í Ungverjalandi, tveir riðlar á hverjum stað.

Dregið í undankeppnina í apríl

Undankeppni EM hefst í október og lýkur vorið 2024. Dregið verður í riðla undankeppninnar 20. apríl í Zürich í Sviss. Dregið verður í átta fjögurra liða riðla og komast tvö efstu liða hvers riðils í lokakeppnina, auk fjögurra af þeim sem hafna í þriðja sæti.

Íslenska landsliðið verður vitanlega með í undankeppninni. Styrkleikalistar fyrir dráttinn verða birtir eftir miðjan apríl þegar að umspilsleikjum HM verður lokið.

Austurríki, Ungverjaland og Sviss auk Evrópumeistara Noregs taka ekki þátt í undankepninni. Lokakeppnin í Austurríki, Ungverjalandi og Sviss á að standa yfir frá 28. nóvember til 15. desember.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -