- Auglýsing -
Bríet Ómarsdóttir og handknattleiksdeild ÍBV hafa gert með sér nýjan samning fyrir næsta keppnistímabil.
Bríet er öflugur línumaður sem uppalinn er hjá félaginu og hefur leikið með meistaraflokki ÍBV undanfarin ár, ásamt U-liði félagsins. Hún hefur leikið með yngri landsliðum Íslands í gegnum tíðina og var valin efnilegasti leikmaður ÍBV árið 2020.
„Við erum ánægð að hafa Bríeti áfram í okkar röðum og hlökkum til áframhaldandi samstarfs,“ segir í tilkynningu handknattleiksdeildar ÍBV í morgun.
- Auglýsing -