- Auglýsing -
- Auglýsing -

Bronsið fer til Frakklands

Hollendingurinn Luc Steins var valinn besti leikmaður frönsku 1. deildinnar. Mynd/EPA
- Auglýsing -

PSG hafði betur í uppgjöri frönsku liðanna um bronsverðlaunin í Meistaradeild Evrópu í handknattleik karla í Lanxess-Arena í Köln í dag, lokatölur 31:28. Leikmenn Nantes voru skrefi á eftir lengsta af leiksins og voru m.a. fjórum mörkum undir, 17:13, eftir fyrri hálfleik.


Þegar tíu mínútur voru til leiksloka stefndi í spennandi lokamínútur eftir að Nantes jafnaði metin, 24:24. Þær vonir runnu fljótlega út í sandinn. Eftir leikhlé og breytingar á PSG þá sigldi liðið framúr á ný. Leikmenn Nantes áttu í mestu erfiðleikum í sókninni. PSG innsiglaði öruggan sigur og lýkur keppnistímabilinu með sínum þriðju bronsverðlaunum í sögunni í Meistaradeildinni.


Ferrán Solé var markahæstur hjá PSG með fimm mörk. Nedim Remili skoraði fjórum sinnum og Kamil Syprzak, Benoti Kounkoud, Dylan Nahi, Dains Kristopans og Mathieu Grebille skoruðu þrisvar sinnum hver.


Aymeric Minne skoraði fimm mörk fyrir Nantes og var markahæstur í liðinu. Dragan Pechmalbec, Valero Rivera, Thibaud Briet og Adriá Figueras skoruðu þrjú mörk hver.


Alls tapaði Nantes boltanum 16 sinnum í leiknum sem var mun oftar en PSG liðið.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -